Fyrstu myndir úr brúðkaupi Angelinu Jolie og Brad Pitt

Brad Pitt og Angelina Jolie voru ekki að eyða stórum fjárhæðum í brúðkaups planara heldur létu þau börnin sín sex skipuleggja brúðkaupið þeirra sem fór fram á dögunum. Brúðkaupið var haldið þann 23. ágúst á eign fjölskyldunnar í Correns í Frakklandi.

Einungis 20 vinir og fjölskyldumeðlimir fengu boð í brúðkaupið en slúðurtímaritið People fékk leyfi til að mynda í brúðkaupinu í samvinnu við tímaritið Hello!

Hvert og eitt barn hafði sinn tilgang í sjálfri athöfninni en elstu synirnir Maddox 13 ára og Pax 10 ára gengu með móðir sína upp að altarinu. Zahara, 9 ára, og Vivienne, 6 ára, voru brúðarmeyjar og sá um að dreifa blómablöðum sem voru týnd úr garðinum og Shiloh, 8 ára og Knox, 6 ára, voru hringaberar. Pax sá svo um að baka kökuna.

Angelina Jolie og Brad Pitt eru himinlifandi með daginn en Jolie klæddist brúðkaupskjól sem var skreyttur með listaverkum eftir börnin þeirra. Luigi Massi aðal klæðskerinn hjá tískuhúsinu Versace saumaði listaverk eftir börnin á kjólin og brúðarslörið. Luigi Massi er að sjálfsögðu fjölskyldu vinur og var því treyst fyrir verkinu.

Fyrstu myndirnar úr brúðkaupinu komu á netið á mánudagskvöldið en fleiri myndir munu birtast þegar blöðin verða gefin út seinna í vikunni.

ange-real--z cover-435

SHARE