Myrti barnsmóður sína og framdi sjálfsmorð.

Talið er að hann hafi fyrst drepið  barnsmóður sína og svo sjálfan sig. 

26 ára gömul móðir er talin hafa verið myrt af fyrrverandi kærasta sínum í Skotlandi.

Konan hafði  flutt úr íbúðinni þar sem þau bjuggu ásamt börnunum sínum tveim þegar sambúð þeirra lauk.  Lögreglan telur að maðurinn hafi komist inn til fyrrverandi kærustu sinnar, drepið hana og komið sér svo heim þangað sem þau bjuggu áður og drepið sig.

Ekki er vitað hvort börnin voru hjá mömmu sinni þegar þetta gerðist.

Lögreglan rannsakar nú vettvang glæpsins bæði innandyra og umhverfis húsið þar sem konan var myrt.  Rætt er við nágrannana hvort þeir hafi séð eitthvað eða einhvern nóttina sem glæpurinn var framinn. Lögreglunni er mikið í mun að fullvissa almenning um að ekki sé nokkur ástæða til að óttast um öryggi sitt.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here