Mýtur, ályktanir og staðreyndir um offitu

Margt sem við teljum vera staðreyndir um offitu er ekki alltaf vísindalega sannað heldur eru sumar þessara „staðreynda” stundum einfaldlega bara mýtur eða goðsagnir.

Í nýlegu tölublaði The New England Journal of Medicine birtist samantekt frá rannsóknarstofnun offitu í Háskólanum í Alabama þar sem alls kyns atriði tengd offitu og þyngdartapi voru tekin saman og sannreynt hvort það væru til haldbær vísindaleg gögn bak við þau eða ekki.

Rannsakendur flokkuðu atriðin upp í mýtur, ályktanir og staðreyndir:

Mýtur (sannað sem rangt):
  • Smáar breytingar í inntöku eða eyðslu á orku getur leitt til langtíma þyngdartaps:

    • staðreynd = samkvæmt rannsóknum verður þyngdartapið ekki jafn mikið og það er sagt verða við litlar breytingar.

  • Að setja upp raunhæf markmið er betra en of stór:

    • staðreynd = fólk sem setur sér metnaðarfull markmið á alveg jafn miklar líkur á að léttast eins og einstaklingar sem setja sér lítil og raunhæf markmið.

  • Fólk sem léttist hratt frekar en hægt mun ekki léttast jafnmikið til langtíma.

  • Það er mikilvægt að vera andlega undirbúin(n) til að léttast, annars tekst það aldrei.

  • Brjóstagjöf er verndandi gegn offitu síðar á ævinni.

  • Einstaklingar brenna um 100-300 hitaeiningum við kynlífsathafnir.

    • staðreynd = brennslan er einungis 21 hitaeining.

Ályktanir (ekki sannað sem rétt eða rangt):
  • Að borða morgunmat reglulega er verndandi gegn offitu:

    • staðreynd = fólk sem borðar morgunmat á það til að vera grennra en fólk sem borðar ekki morgunmat.

  • Snemma í barnæsku er tíminn sem við lærum að hreyfa okkur og matarvenjur okkar sem hafa áhrif á okkur út lífið.

  • Að borða meira af ávöxtum og grænmeti hefur áhrif á þyngdartap, hvort sem einhverjar aðrar lífstílsbreytingar eru gerðar í leiðinni eða ekki:

    • staðreynd = ávextir og grænmeti hafa samt marga heilsusamlega kosti og eru stútfull af nauðsynlegum næringarefnum þrátt fyrir að þau hafi kannski ekki bein áhrif á þyngdartap.

  • Jójó megranir (þegar þyngd fer upp og niður) eru tengdar við hækkandi líkur á dánartíðni.

  • Að snarla milli mála stuðlar að þyngdaraukningu og offitu.

  • Umhverfi þar sem bætt er við hlaupa- og hjólastígum, gangstéttum og görðum hefur minnkandi áhrif á offitu.

Staðreyndir (sannað sem rétt):
  • Þótt erfðir spili stórt hlutverk, þá eru erfðaþættir ekki okkar örlög. Lífstílsbreytingar geta haft áhrif.

  • Megranir hjálpa til með þyngdartap en virka ekki til langtíma.

  • Aukin hreyfing eykur heilsu, hver sem líkamsþyngd einstaklingsins er.

  • Hreyfing getur hjálpað með þyngdartap.

  • Fyrir of þung börn, þá virka best prógrömm þar sem foreldrarnir taka þátt.

  • Sum lyf hjálpa til með þyngdartap.

  • Hjáveituaðgerðir vegna offitu geta leitt til langtíma þyngdartaps, minnkað líkur á sykursýki og lækkað dánartíðni.

 

Pistillin kemur úr smiðju Hrundar Valgeirdóttur næringarfræðings MSc sem heldur úti heilsublogginu www.naering.com   

Heimild: hjartalif.is

SHARE