Nammidagar – hvernig virka þeir?

wc

Ég var eitt sinn beðin um að gott ráð fyrir helgina þar sem var partý framundan og mikið um að vera. Þá datt mér fyrst í hug að segja ef þú ert örvhentur borðaðu þá með vinstri, ef ekki þá borðar þú með hægri. Fyrir vikið munt þú borða mikið hægar. Viti menn þetta virkar J Góð regla sem hentar vel í veislum þar sem snakk og sætindi eru á borðum.

Ég sjálf er lítið fyrir boð og bönn, ég er sælkeri af guðsnáð og tók þá ákvörðun að ég nenni ekki að vera týpan sem neitar mér um það sem mér þykir gott, heldur vil ég stilla því i hóf.

Ég hef lengi vel velt þessu hugtaki fyrir mér, „nammidagar“. Ég viðurkenni það alveg að hugmyndin er mjög sniðug og það að geta sneitt hjá sætindum og almennri óhollustu í 6 daga og eflaust lengur er stórkostlegt. Frábær fyrirmynd fyrir yngri kynslóðina, því þar eru sett eflaust einhver takmörk og oft er ekki nema 1 nammidagur í boði fyrir börnin en það er ekki endilega útaf holdafari, heldur frekar út af næringarlegum þáttum. Má vera að ef þau borða of mikið af nammi þá er ekki pláss fyrir mat?  Erum við einhver undantekning frá þessari reglu?

Þá er líka spurningin hversu mikið magn af sætindum og óhollustu eru fullorðnir einstaklingar að borða á nammidegi? Er það meira magn en þú hefðir annars borðað yfir heila viku? Er uppistaðan í  fæðunni á nammideginum meira og minna bara sætindi og óhollusta því það kemst ekkert annað fyrir? Gleymum því ekki að við fáum takmörkuð næringarefni úr sætindum og við þurfum svo sannarlega á öllum helstu næringarefnum að halda alla daga vikunnar, sama hvort við „svindlum“ eða ekki. Fyrir einstaklinga sem eru miklar félagsverur og vilja taka þátt í sem flestu þá henta nammidagarnir ekkert  endilega vel, svo ég tali nú ekki um sér yfir hátíðarnar.

Ef ég myndi hafa þetta sem reglu hjá mér þá væri ég alltaf að reka mig á það að vera svindla.  Það eru talin vera algjör forréttindi að geta æft af fullum krafti, ef slíkt er gert þá þarf ekki að vera telja allt eftir sér. Þetta er allt spurning um hófsemi.

Ég mæli með að velja sér þá hreyfingu sem þykir skemmtileg, leyfa sér góðan mat og ná að njóta aðventunar, án þess að stimpla sig sem algjöran svindlara!

björk staff

Höfundur: Björk Varðardóttir.

Stöðvastjóri World Class Kringlunni.

SHARE