Naomi Campbell fetar nýjar slóðir

Naomi Campbell hefur landað hlutverki í nýrri hip-hop þáttaröð úr smiðju Fox, en þáttaröðin nefnist Empire og er víst uppfull af drama (eitthvað sem Campbell ætti að þekkja vel).

Leikkonan, fyrirsætan og framleiðandinn Campbell mun birtast í nokkrum þáttum en þættirnir byggja á veldinu í kringum Lucious Lyon (leikinn af Terrence Howard), höfði hip-hop útgáfu.

Campbell leikur konu að nafni Camilla, konu sem á í ástarsambandi með mun yngri, kvæntum manni sem kemur til með að erfa Lucious með tíð og tíma.

Campbell er ekki með öllu óvön heimi leikarans, en hún hefur áður birst í New York Undercover og Fastlane. Þáttaröðin mun hefja göngu sína snemma árs 2015 og verður sem áður segir sýnd á Fox.

SHARE