Náttúrlegar leiðir til að losna við munnangur

Munnangur eru óþægileg sár sem myndast í munni þínum. Þau geta angrað mann í allt að tvær vikur ef ekkert er aðhafst, en eru oftast skaðlaus.

Helstu ástæðurnar fyrir munnangri eru álag, léleg munn- og tannhirða, skortur á næringarefnum á borð við B12 vítamín, C vítamín og járni, fæðuóþol eða ofnæmi, herpessýking, hormónaójafnvægi, þú hefur óvart bitið þig, þarmasýking, húðsýking eða aðrir undirliggjandi sjúkdómar.

Sjá einnig: Hvað er munnangur?

cankersore_Mouth_ulcer

Sjá einnig: Þruska í munni

Hér eru nokkrar náttúrulegar aðferðir sem þú getur notað heima til að berjast við munnangrið.

Skolaðu munninn þinn upp úr kókosmjólk um það bil 3-4 sinnum á dag.

Sjóddu kórianderlauf í vatni. Láttu vatnið kólna og skolaðu munninn upp úr vatninu 3-4 sinnum yfir daginn.

Skolaðu munninn upp úr köldu og volgu vatni til skiptis.

Tyggðu 5-6 fersk basillauf með vatni á hverjum degi og gerðu það 6 sinnum á dag.

Blandaðu saman matskeið af glyserín við túmerikduft. Settu blönduna á munnangrið.

Búðu til mauk úr epli og garðaberjum og settu þau beint á munnangrið. Gerðu þetta tvisvar á dag.

Leystu upp 1/2 teskeið af salti í vogu vatni. Notaðu vatnið síðan sem munnskol og hafðu það í munni þínum í 30 sekúndur áður en þú spýtir því út.

Settu tvo dropa af tea tree olíu á munnangrið til að minnka roðann og bólguna.

Borðaðu hrátt salat með miklu af lauk.

Drekktu sólberjasafa. Hafðu safann í munninum þínum yfir munnangrinu.

Sjá einnig: 11 leiðir til að fegra sig með sítrónum

Til þess að losna við munnangur fljótt er gott að nota mjúkan tannbursta, nota rör þegar þú drekkur kalda drykki, borðaðu mikið af jógúrt og ávöxtum, forðastu mikið kryddaðan mat, minnkaðu kaffi og tedrykkju og forðastu að drekka áfengi og að reykja.

Heimildir: womendailymagazine.com

SHARE