Náttúrulausnir og annað dularfullt

Ég hef frá því ég var lítil stúlka haft áhuga og nýtt mér náttúrulegar lausnir og nýtt mér þær með góðum árangri. Ég er ekki fanatísk á lyf eða hefðbundna læknisfræði nýti það líka ef þannig ber undir en vill nota náttúrulausnir ef það gagnast mér frekar en kemísk efni.

Ég ætla að skrifa nokkra pistla um náttúrulausnir sem ég hef nýtt og hvernig þær hafa virkað fyrir mig. En fyrst ætla ég að hleypa ykkur inn í minn heim og leyfa ykkur að vita hvernig þessi áhugi kom til og hvernig ég kynntist náttúrulegum leiðum.

Þegar ég var lítil stelpa hafði ég alltaf rosalegan áhuga á Indíánum og öllu sem snéri að þeirra menningu. Ef það var kúreka og Indíánamynd í sjónvarpinu vældi ég það út að fá að horfa á hana og ef það tókst ekki laumaðist ég fram þegar engin sá og lá undir sófanum og horfði á myndina. Ég var þess fullviss að ég væri Indíánastelpa og trúði því að Hrafninn væri andansdýrið mitt. Í hvert sinn sem ég sá Hrafn á flugi leið mér ótrúlega vel og enn þann dag í dag eigum við Hrafninn í sérstöku sambandi. Það er svo ótrúlegt að oft er Hrafn á flugi fyrir ofan mig í náttúrunni og hann virðist fljúga sömu leið og ég geng. Nú eru eflaust einhverjir sem ranghvolfa augunum en það er allt í lagi ég hef aldrei verið eins og fólk er flest.

En aftur að mér sem lítilli stúlku.

Þarna hófst áhuginn. Ég las um lækningajurtir sem Indíánar notuðu og hvernig móðir jörð var svo mögnuð að búa yfir heilunarmætti.  Vá þetta fannst mér magnaður sannleikur. Einn dag kom mamma heim með bók sem fjallaði um náttúrulækningar og ég las þessa bók aftur og aftur og prófaði ráð úr henni.

Um tólf ára aldur fékk ég las ég um galdrarúnir og það varð til þess að ég valdi mér það ritgerðarefni og fræddi sjálfa mig um þetta magnaða fyrirbæri og svo með auknum aldri jókst þessi áhugi á náttúrlegum lausnum og andans málum.

Ætli það blundi ekki í mér lítil Indíánastelpa sem vex upp og verður norn!!

Ég er jú að nema ýmislegt á andlega sviðinu og nýti mér hreinar lífrænar kjarnaolíur til að auka lífsgæði mín.

Kannski að ég kasti í pistill um andleg málefni og óútskýrða hluti, ja eða draumfarir og túlkun drauma. Ég er ekki ein um að dreyma fyrir hinu og þessu.

Mig dreymdi til dæmis fyrir því þegar ég var 18 ára og ófrísk af frumburðinu að hann yrði tekin með keisara. Reyndar fattaði ég ekki skilaboðinn fyrr en eftir fæðingu. Þessi draumur er mér alveg skýr enn þann dag í dag þrjátíu árum seinna.

Mig dreymir að ég er komin á fæðingadeildina til þess að eiga barnið, ég ligg á sjúkrarúmi á skurðstofu og læknir kemur og tekurn um magan á mér. Hann nær tökum á barninu sem er í maganum og dregur það svo upp og út þar til að maginn rifnar og barnið kemur í ljós. Þokkalega skýr skilaboð það. Frumburðurinn var tekin með keysara eftir að móðirin hafði reynt í 21 tíma að koma honum út.

Takið eftir draumunum ykkar oft hafa þeir merkingu þó að stundum séu þeir bara bull og vitleysa.

Hver veit nema ég semji við ritstjórann um að hafa draumaráðningar eða spádóma í boði hér á hún.is ?

SHARE