Nautapottréttur með timianbollum

Þessi æðislegi nautapottréttur kemur frá Allskonar.is

  • 500 gr nautakjöt(gúllas)
  • 3 greinar ferskt timian
  • 7 allrahanda ber, heil
  • 2 lárviðarlauf
  • 2 hvítlauksrif, fínsöxuð
  • 10cm engiferrót, fínsneidd
  • 1 laukur, saxaður
  • 1L vatn
  • 2 teningar nautakjötkraftur
  • 2 msk Worchestershiresósa
  • salt og pipar
  • 2 gulrætur
  • 2 kartöflur
  • 1/2 – 1 sæt kartafla
  • 1 paprika
  • 1 grænt chili
  • 1 dós kókosmjólk

    Timianbollur
  • 150 gr hveiti
  • hnífsoddur salt
  • 4-5 msk kalt vatn
  • lauf af 1 grein timian
  • smá svartur pipar, nýmalaður

Undirbúningur: 25 mínútur

Eldunartími: 1klst og 15 mínútur

Settu nautakjötið, timiangreinarnar, allrahanda berin, lárviðarlaufin, engifer, lauk, hvítlauk, vatn, kjötkraft og Worchestershire sósu í pott. Kryddaðu smá með salti og pipar.

Láttu suðuna koma upp, lækkaðu þá hitann og láttu sjóða við lágan hita í 20-25 mínútur með lokið á pottinum.

Bættu nú grænmetinu við og kókosmjólkinni, hrærðu vel upp í pottinum til að allt blandist vel saman. Settu lokið á og láttu sjóða í 15-20 mínútur.

Á meðan útbýrðu deigið fyrir timianbollurnar.

Blandaðu saman í stórri skál hveiti, salti, timian og pipar. Bættu vatninu hægt og rólega út í á meðan þú hnoðar saman í mjúkt deig. Þú gætir þurft meira eða minna vatn.

Búðu til litlar kúlur úr deiginu, um 25 stk. Leggðu bollurnar ofan á pottréttinn í pottinum og settu svo lokið á.

Láttu sjóða í 10 mínútur. Bollurnar ættu nú að hafa lyft sér örlítið og eldast alveg í gegn og sósan að þykkna.

Berðu fram með góðu salati og smá kartöflustöppu eða hrísgrjónum.

Endilega smellið einu like-i á Allskonar.is á Facebook.

SHARE