Nefið er að rotna eftir misheppnaða aðgerð

Anastasia Balinskayana (29) er raunveruleikastjarna í Hvíta-Rússlandi. Hún hefur verið að deila með fylgjendum sínum hrakförum sínum í kjölfar lýtaaðgerðar sem hún fór í. Hún leitar nú til aðdáenda sinna á Instagram til að fá hjálp til að fjármagna aðra aðgerð til að bjarga því sem bjargað verður.

Anastasia fór í aðgerð til að láta „laga“ nef sitt og fá til þess ígræðslu. Allt fór úrskeiðis og hún segist hafa fengið slæma þjónustu hjá lýtalækninum. Hún er nú á sýklalyfjum og nefspreyi til að reyna að minnka bólguna. Hún vill líka koma ákveðnum skilaboðum til aðdáenda sinna: „Ef þú ert stelpa og ert að lesa þessa færslu, bið ég þig að reyna að skilja það sem ég skildi ekki áður. Þú getur ekki notað lýtaaðgerðir til að auka sjálfstraustið þitt. Þú munt aldrei fá nákvæmlega þá útkomu sem þú vilt. Á seinustu 5 árum hef ég farið í 3 aðgerðir og hver og ein þeirra hefur gert þetta bara vera. Ég er ekki að eltast við fegurð núna, mig langar bara að geta andað. Eftir seinustu aðgerð klofnaði beinið í nefinu á mér og ég lýt út eins og kýldur boxari.“

Samkvæmt seinasta lækni sem hún fór til hefur hún 1-2 mánuði áður en nefið verður alveg rotnað af.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here