Negulkökur sem fylla heimilið af jólailm

Þessar einföldu smákökur fylla heimilið af dásamlegum jólailm af nýbökuðu. Skemmtileg fjölbreytni frá hinum klassísku piparkökum.

Negulkökur

Innihald:
250 gr. hveiti
250 gr. púðursykur
125 gr. ísl. smjör (lint)
1 stk. egg
1.5 tsk. Royal lyftiduft
0,5 tsk. matarsóti (natron)
1 tsk. engifer
0,5 tsk kanill
0,5 tsk. negull

Aðferð:
Öllu skellt saman í skál og hnoðað rólega saman. Kælt í smá stund. Gerðar litlar kúlur og settar á bökunarplötu  og síðan þrýst á með fingri eða gaffli. Bakað við 180°c í 8-10 mín

Uppskrift fengin á Lindsay.is

SHARE