Nei þetta er ekki úr myndinni UP – Þetta er í alvöru! – Myndband

Jonathan Trappe ætlaði sér magnaða hluti þegar hann lagði af stað Maine á dögunum og ætlaði að fljúga yfir Atlantshafið á helíumblöðrum. Ferðin átti að taka 3-5 daga.

Hann ætlaði sér að komast til Evrópu og átti lendingarstaðurinn að vera einhversstaðar milli Íslands og Marokkó. Hann þurfti þó að lenda í gær í Nýfundnalandi þar sem hann átti í erfiðleikum með að stjórna blöðrunum og ákvað að lenda áður en hann flygi yfir opið haf. Hann var síðan sóttur á þyrlu. Jonathan hafði þó húmor fyrir þessu öllu og skrifaði á Facebook „Þetta lítur ekki út fyrir að vera Frakkland.“

 

SHARE