Neitaði lesbísku pari um þjónustu – Segir það stríða gegn hans trúarlega uppeldi

Viðbrögð eiganda bakarísins Sweet Cakes hafa vakið hörð viðbrögð almennings en hann neitaði lesbískri konu um þjónustu.

Konan hafði áður keypt brúðartertu hjá bakaríinu, þá fyrir móður sína sem var á leið að giftast kærasta sínum. Þegar konan mætti í bakaríið i janúar á þessu ári og pantaði köku fyrir brúðkaup sitt var henni neitað um þjónustu. Ástæðuna segir eigandinn, Aaron Klein vera þá að það stríði gegn hans trúarlega uppeldi. Hann segir að hann hafi rétt á því að neita samkynhneigðu fólki um þjónustu sem þessa og vitnar í biblíuna. Hann segir:

“Ég trúi því að kristilegt hjónaband sé á milli manns og konu. Hjónaband er trúarleg athöfn.” Hann segist vera sannkristinn maður og að hann geti ekki farið á móti vilja guðs.

Hann segist þó ekki vera á móti samkynhneigðu fólki: “Ég sel samkynhneigðum alveg vörur. Ég tala alveg við samkynhneigt fólk, það er allt í lagi. En ég vil frekar að börnin mín sjái pabba sinn standa fast á sínum trúarlegu skoðunum en að hann láti undan þrýstingi vegna þess að ein manneskja kvartaði.”

Konurnar tvær sem kærðu eiganda staðarins sögðu að hann hefði sagt þeim að þær væru með hegðun sinni að óhlýðnast guði.

Það er ólöglegt í Oregon, Bandaríkjunum að mismuna fólki vegna kynhneigðar en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem samkynhneigðu pari er neitað um þjónustu af þessu tagi í Bandaríkjunum. Fólkið sem neitar að baka brúðkaupstertu fyrir samkynhneigð pör skýlir sér alltaf bakvið trú sína.

Bakaríið farið á hausinn
Eigendur staðarins hafa nú lokað bakaríinu sem orðið er heimsfrægt fyrir hegðun sína. Eigandinn segir að baráttan sé ekki á enda, þau muni standa föst á trúarlegum skoðunum sínum. Þau sendu viðskiptavinum þau skilaboð að þau muni ekki gefast upp og að það sé slæmt þegar fólk hafi ekki lengur rétt á því að iðka trú sína. “Guð er góður og við munum halda áfram að þjóna honum.”

 

SHARE