Nemafélagið /sys/tur: Töff stelpur í tölvunarfræðinámi

Ein helsta ástæða þess að svo fáar stelpur sækja í nám innan tölvunarfræðinnar er sú að þær sömu skortir fyrirmyndir. Þetta er meðal þess sem fram kemur á bráðskemmtilegri vefsíðu /sys/tra félags kvenna í tölvunarfræðum við Háskóla Reykjavíkur.

Nafnið /sys/tur er vísun í skráarkerfi stýrikerfisins Linux og póstlistann Systers sem Anita Borg stofnaði árið 1987, en póstlistinn var hugsaður sem tengslanet kvenna innan tæknigeirans. Þegar Anita Borg fór af stað með póstlistann voru 12 konur skráðar, en síðan er mikið vatn runnið til sjávar og í dag er póstlistinn orðinn að heimsins stærsta póstlistasamfélagi kvenna í tæknigeiranum.

 

hronn

Hrönn Róbertsdóttir, upplýsingarfulltrúi og varaformaður nemendafélagsins Tvíund

[new_line]

Sífellt fleiri konur á öllum aldri sækja í tölvunarfræðinám

Konur spanna um 20% nemenda í tölvunarfræði við Háskóla Reykjavíkur í dag og er það talsverð aukning, en af 652 nemendum eru 115 þeirra konur. Þetta eru konur á öllum aldri, með mismunandi bakgrunn og eiga það eitt sameiginlegt að hrífast af tæknimálum og tölvunarfræði.

Hrönn Róbertsdóttir, upplýsingafulltrúi og varaformaður Tvíundar, segir koma þægilega á óvart hversu mikil vitundarvakning hefur orðið meðal kvenna innan tæknigeirans undanfarin ár:

“Stelpur virðast hafa meiri og meiri áhuga á tækninámi og það er frábær þróun. Ég vil ekki vitna í nákvæma tölfræði, en ég veit að skólinn (HR) hefur unnið að því markvisst undanfarin ár að fá fleiri stelpur inn í deildina og sú vinna hefur klárlega skilað sér.”

/sys/trakvöld HR fjölsótt af stelpum sem stunda nám í tölvunarfræði

En þetta er ekki allt, því /sys/trakvöldin hafa verið fjölsótt undanfarin misseri og sífellt fleiri stelpur sem sækja fræðsluerindi og tæknisamkomur á vegum /sys/tra, m.a. til þess að „nördast í friði fyrir strákunum”, styrkja tengslanetið og bera upp spurningar sem þær annars væru feimnar við í hópi stráka sem hafa flestir forritað frá unga aldri. Meðal þess sem /sys/tur stefna á í vetur er að læra að taka tölvu í sundur í öreindir og setja saman aftur, en stelpurnar stefna einnig á námskeið í hakki, eða rafrænum innbrotum ef svo má að orði komast. Er þá fátt eitt upptalið en nokkuð ljóst er að fleira en kaffibolladrykkja fer fram á /sys/tra kvöldum Háskólans í Reykjavík.

[new_line]

SysturStjorn

/sys/tur fra vinstri : Ásrún Sigurjónsdóttir, Kristín Laufey Hjaltadóttir, Ingibjörg Ósk Jónssóttir, Elísabet Guðrúnar og Jónsdóttir, Magga Sesselja Kristjánsdóttir, Hafdís Erla og Sara Rós Kolodzie

[new_line]

Sjálf /sys/tra kvöldin þétta hópinn og styrkja tæknilegt sjálfstraust kvenna

Hrönn segir kvöldin vera fjölsótt og lifandi, en /sys/tur hafa mætt afar góðum viðtökum í skólanum og ásókn á fyrirlestra fer vaxandi. Starfsemin er mikilvæg fyrir stelpurnar og orkar styrkjandi á sjálfstraustið á tæknilegum sviðum, en á /sys/tra kvöldum koma meðal annars fram þekktar konur úr tæknigeiranum sem deila reynslu sinni með kvenkyns nemendum í tölvunarfræði og þá ekki síst hvernig er að vera kona sem starfar í þeim karlaheimi sem tæknigeirinn enn er. Nemendur segja sys/tur þjappa hópnum saman og koma í veg fyrir að stelpur týnist í strákahafinu.

HRingurinn: Sjö stelpur þegar skráð þáttöku sína á LAN mót HR um helgina

Stofnfélagar /sys/tra skarta meðal annars af einu konunni sem hefur tekið þátt í hakkarakeppninni svonefndu, en Helga Guðmundsdóttir náði 3 sæti í síðustu hakkarakeppni og þykir það glæstur árangur. Eitt af markmiðum /sys/tra er að fá fleiri stelpur til þáttöku í keppnum og mótum sem haldin eru innan deildarinnar og má þannig nefna að talsverð eftirvænting er tekin að byggjast upp fyrir LAN mótið, sem haldið verður í húsnæði Háskólans í Reykjavík helgina 8 til 10 ágúst, en skemmtilegt er að geta þess að þegar hafa 7 stelpur hafa skráð sig til þáttöku af tæplega 400 manns.

Áhugasamir um starfsemi /sys/tra geta smellt HÊR en að neðan má sjá bráðskemmtilegt myndband sem nemendafélagið Tvíund setti saman fyrir HRinginn í ár en þjóðþekktir Íslendingar lögðu sprellinu lið:

[new_line]

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”H3Bn5vqAO0A”]

SHARE