Netgíró endurgreiðir 1000 reikninga ef Ísland vinnur Eurovision

Eigendur Netgíró hafa ákveðið að endurgreiða 1.000 Netgíró reikninga í maí ef Ísland vinnur Eurovision söngkeppnina.  Upphæðin getur numið háum fjárhæðum enda Netgíró vaxið að vinsældum síðustu misseri.

netgiro_logo310x140

Starfsfólk Netgíró hefur alltaf haft mikinn áhuga á Eurovision söngkeppninni og þegar við vorum að ræða framlag Íslands í ár, voru menn mjög sigurvissir, enda lagið frábært. Við höfum svo mikla trú á því að við erum tilbúin til að fara alla leið og það gerum við með þessum hætti,“ segir Helga María Helgadóttir, framkvæmdastjóri Netgíró.

Lagið Lítil skref, eða Unbroken, í flutningi Maríu Ólafsdóttur, nýtur talsverðrar hylli meðal erlendra sérfræðinga, sem hika ekki við að spá laginu beint upp úr undanriðlinum og beint í aðalkeppnina, sem fer fram í Austurríki 23. maí næstkomandi.

Við stöndum með Maríu og lagahöfundunum í StopWaitGo og munum endurgreiða þessa 1.000 reikninga með bros á vör ef Ísland vinnur. Þú þarft að skrá þig á netgiro.is til að geta nýtt þér þjónustu okkar. Áfram Ísland“ segir Helga María.

Ljósmynd: atrl.net

SHARE