Nick Carter svarar ásökunum um nauðgun á ólögráða einhverfri stúlku

Nick Carter neitar þeim ásökunum um að hann hafi nauðgað aðdáanda sínum þegar hún var undir lögaldri árið 2001. „Þessi fullyrðing um atvik sem talið er að hafi átt sér stað fyrir meira en 20 árum er ekki aðeins lagalega tilhæfulaust heldur einnig algjörlega ósönn,“ sagði lögfræðingur Backstreet Boys meðlimsins, Michael Holtz, í yfirlýsingu. „Því miður, í nokkur ár hefur frú Ruth verið sannfærð til að koma með rangar ásakanir á Nick og þær ásakanir hafa breyst ítrekað efnislega í gegnum tíðina. Enginn ætti að láta blekkjast af fréttaæsing sem skipulagður er af tækifærissinnuðum lögfræðingi. Það er ekkert í þessari kröfu, sem við efumst ekki um að dómstólar muni fljótt átta sig á.

Shannon Ruth hélt blaðamannafund á fimmtudag, þar sem hún ásakaði Carter fyrir að hafa beitt hana kynferðislegu ofbeldi þegar hún var aðeins 17 ára gömul.

Samkvæmt hennar sögn á poppstjarnan að hafa tælt Ruth inn í tónleikarútu sína eftir tónleika í Tacoma, Washington, og boðið henni rauðan drykk, sem hún telur nú að hafi verið blanda af áfengi og trönuberjasafi.

Carter er síðan sagður hafa farið með ungu stúlkuna sem þá hafði ekki enn misst meydóminn uppí rúm í rútunni, þar sem hann er sagður hafa haldið áfram að beita hana kynferðisofbeldi. Ruth hélt því einnig fram á blaðamannafundi sínum á fimmtudag að hún hefði fengið HPV, kynsjúkdóm, eftir kynni hennar við Carter. „Bara af því að Nick Carter er frægur þýðir það ekki að hann eigi að komast upp með glæpi sína,“ sagði hún.

Sjá einnig:

SHARE