Nick Carter sakaður um nauðgun á ólögráða stúlku

Nick Carter er sakaður um að hafa nauðgað stúlku undir lögaldri árið 2001, samkvæmt nýrri málsókn og blaðamannafundi sem meint fórnarlamb og lögfræðingar hennar héldu á fimmtudaginn. Shannon Ruth fullyrti í beinni útsendingu að þegar hún var aðeins 17 ára gömul hafi Backstreet Boys meðlimurinn beitt hana kynferðislegu ofbeldi. „Síðustu 21 ár hafa verið full af sársauka, rugli, gremju, skömm og sjálfsskaða sem er bein afleiðing af því að Nick Carter nauðgaði mér,“ sagði hinn 39 ára gamla Shannon. „Þó ég sé einhverf og lifi með heilalömun, þá trúi ég því að ekkert hafi haft meiri áhrif á mig eða haft varanlegri áhrif á líf mitt en það sem Nick Carter gerði og sagði við mig. Ruth sagði síðan ennfremur: „Eftir að hann nauðgaði mér man ég eftir því að hann kallaði mig „endurnýjaða tík“ (Reused bitch)og greip í mig og skildi eftir marbletti á handleggnum á mér.

Hún bætti við: „Carter reyndi að hræða mig til að ég myndi þegja yfir þessu … hann var viðbjóðslegur og ógnandi. Ruth sagði á blaðamannafundinum að hún væri hikandi við að tjá sig vegna þess að hún trúði því að hún gæti „farið í fangelsi“ ef hún segði einhverjum frá því sem hefði átt sér stað.

„Bara af því að Nick Carter er frægur þýðir það ekki að hann eigi að komast upp með glæpi sína,“ sagði konan að lokum. „Ég er eftirlifandi og mun alltaf vera það. Lögmaður Ruth, Mark J. Boskovich sagði að þrjár aðrar konur – aðeins auðkenndar sem Jane Doe – eru nefndar í sameiginlegri málsókn sem höfðað var gegn Carter. „Nick Carter hefur langa sögu um að misnota konur,“ sagði lögfræðingurinn og bætti við að tónlistariðnaðurinn þekktur fyrir að „horfa undan“. „Shay er staðráðinn í að draga Carter fyrir rétt,“ sagði Boskovich. „Hún telur að það sé þess virði til að vernda aðrar konur.

Skoðaðu líka:

SHARE