Nicki Minaj gefur óvænt og orðalaust út stuttmynd

Nicki Minaj kom aðdáendum sínum hressileg á óvart nú á dögunum með útgáfu 16 mínútna langrar stuttmyndar i tengslum við útgáfu breiðskífu hennar, The Pinkprint, sem var gefin út í síðustu viku.

Stuttmyndin, sem ber heitið The Pinkprint Movie, var kynnt með látlausu tísti Nicki á Twitter, en myndin þykir sýna Nicki í mun mýkra og einlægara ljósi en almenningur á að venjast frá Anaconda, þar sem Nicki berar olíuborinn bossann og harkalegum dómínutöktum fröken Minaj í dónalaginu Only, þar sem Nicki fer á kostum í leðurklæðum.

Stuttmyndin hefst á upphafslagi nýju breiðskífunnar; All Things Go og heldur áfram með laginu The Crying Game, en einnig má hlýða á lögin I Lied og Grand Piano í tilfinningaríkri og fallegri stuttmyndinni. Það er karlfyrirsætan Wily MOnfret og leikarinn Boris Kodioe sem leika á móti sjálfri Nicki í myndinni, en leikstjórn var í höndum þeirra Taylor Cohen og Fransesco Carrozini.

Og þá spyrjum við … hvað kemur næst frá Nicki?

Tengdar greinar:

Nicki Minaj kolsvört dómína í nýju BDSM myndbandi við ONLY

ONLY: Ný smáskífa Nicki Minaj óður til nasisma Hitlers?

Berar allt: Hefur Nicki Minaj loks gengið of langt?

SHARE