Nicole Kidman búin að fara í lýtaaðgerðir

Nicole Kidman hefur alltaf haldið því fram að hún hafi ekki farið í lýtaaðgerðir og hún sé mjög náttúruleg í útliti. Hinsvegar virðist þessi 48 ára gamla kona hafa aðeins kíkt í heimsókn til lýtalæknis. Í það minnsta hafa slúðurritin ytra hafa tekið eftir ójöfnum í andliti hennar sem voru ekki þar áður.  

Samkvæmt lýtalækni sem RadarOnline talaði við hefur Nicole klárlega farið undir hnífinn. „Andlitslyftingar eru mjög vinsælar hjá konum á aldur við Nicole, en það er eiginlega ómögulegt að taka breytingarnar til baka eftir að þær hafa verið gerðar. Tíminn einn gerir það,“ segir Dr. Rowe.

Annar lýtalæknir sem spurður var álits sagði að hún væri svolítið farin að líta út fyrir að vera úr plasti: „Það virðist sem hún sé búin að fara aðeins of mikið í botox og láta setja of mikið af fyllingum í varir sínar og kinnar. Það lætur hana líta gervilega út,“ segir þessi Dr. Youn.

 

 

SHARE