Margir vita að Nicole Kidman og ættleidda dóttir hennar Bella Cruise (23) hafa ekki átt gott samband sín á milli síðustu árin. Svo virðist sem ágreiningur hafi komið upp ekki svo löngu eftir skilnað Nicole og Tom Cruise.

Sjá einnig: Nicole Kidman hefur algjörlega stöðvað tímann

Bella er ekki í miklu sambandi við foreldra sína og komst það í fréttirnar fyrir ekki svo löngu síðan að Bella hafði boðið hvorugu foreldri sínu í brúðkaup sitt og leikarans Max Parker.

Heimildarmenn segja að endurfundirnar höfðu verið afar tilfinningaríkir og að ekki hafði liðið á löngu þar til Nicole hágrét og stuttu síðar byrjaði Bella að gráta. Eftir skilnað Nicole og Tom árið 2001, héldu börnin áfram að eiga heima hjá honum og gengust í Vísindakirkjuna í kjölfarið. Samband á milli Nicole og barnanna minnkaði verulega með árunum, þar til þau voru í engu sambandi síðustu árin.

Sjá einnig:Tom Cruise: Var ekki boðið í brúðkaup dóttur sinnar

 

Nicole hefur verið að reyna sitt besta við að laga samband þeirra og laga brenndar brýr að baki síðasta árið og við skulum vona að samband þeirra fari nú loks að bætast eftir allan þennan tíma.

2D25137500000578-3262496-image-m-74_1444164565639

SYDNEY, AUSTRALIA - JANUARY 1996:  (EUROPE AND AUSTRALASIA OUT) American actor, Tom Cruise, with his Australian actress wife, Nicole Kidman, and children, Isabella and Connor, at Jet Charter Centre after arriving in Sydney for a family holiday. (Photo by Newspix/Getty Images)

10310330_destroyed-by-scientology-nicole-kidman_769fff1_m bella-cruise-march14-lead-compressed

SHARE