Nicole Kidman sögð „halda með örvæntingu í æskuljómann“

Nicole Kidman (56) er ein af þeim leikkonum sem er þekkt fyrir að vera alltaf mjög glæsileg og myndast hún einstaklega vel. Nicole er í viðtali við ELLE í apríl og var hún auðvitað mynduð í bak og fyrir, fyrir það tilefni.

Nicole er í þvílíkt góðu formi og kom fram í allskyns klæðnaði sem sýndi flottan líkamann og hún geislar af sjálfstrausti.

Leikkonan hluta af myndunum á Instagram síðu sinni.

Í viðtalinu talar Nicole meðal annars um hvað hún sé hamingjusöm með líf sitt í dag og segist finna mikla lífsfyllingu í samböndum sínum við annað fólk.

Hún segir: „Ég á mjög innihaldsríkt líf með fólkinu sem ég elska. Ég er að ala upp dætur, ég er eiginkona, ég er besta vinkona, systir og frænka og á alveg svakalega náin sambönd við fólk.“

Viðbrögðin létu ekki á sér standa þegar hún birti myndirnar og flestir tala um fegurð hennar og glæsileika á meðan aðrir fundu sig knúna til að vera með leiðindi. Einn sagði: „Hún er í örvæntingu að reyna að sanna að hún sé „ennþá meðidda“ þó hún sé að nálgast sextugt,“ og annar sagði: „Hún er í örvæntingu að reyna að halda í æskuljómann. Vertu bara þú sjálf. Þú hefur afrekað svo margt. Slakaðu á og einbeittu þér að uppeldi dætranna.“

Okkur finnst hún nú bara vera að eldast með sæmd og vera bara glæsileg að vanda.

SHARE