Nike á Íslandi kynnir alfyrsta MPT svæði kvenna á Íslandi

Nike á Íslandi blæs til glæsihófs með heilsuívafi í samstarfi við Útilíf í Kringlunni í dag kl. 17.00 þegar fyrsta MPT svæði kvenna verður kynnt á Íslandi. Næringarríkir kokteilar, léttar heilsuveitingar og „bra fitting” verður á boðstólum en DJ sóley þeytir melódískum skífum innan um alla litadýrðina. Heilsuhóf Nike í Útilíf, sem hefst kl. 17 í dag, er einungis ætlað konum en svæðið opnar svo almenningi með pompi og prakt strax á fimmtudag.

64253_666819130099230_4897276378915814241_n

Skammstöfunin sjálf, MPT stendur fyrir orðunum Market Place Transformation, en svæðið byggir á erlendri fyrirmynd. Ytra hefur Nike keðjan sett upp slík verslunarsvæði sem sérsniðin eru að konum í samstarfi við stórar verslunarkeðjur á borð við Intersport, JD, XXL og fleirum í helstu borgum Evrópu á undanförnum mánuðum.

10620665_666819200099223_6955851842816400056_n

„Við erum hægt og rólega að stíga í rétta átt hérlendis með þessu einstaka rými í Kringlunni,” segir Elfa Arnardóttir, markaðsstjóri Nike á Íslandi. „Við höfum í raun tekið allt út sem fyrir var og allt frá gólfefnum að lofti kemur nýtt inn. Við fengum tvo unga og flotta arkitekta, þau Ellert Hreinsson og Rebekku Pétursdóttur, til þess að ganga í verkið og hanna rýmið frá grunni. Sjón er vissulega sögu ríkari en koma má inn á það hér að rýmið er mjög nútímalegt og aðal áhersla er lögð á heildrænt og einfalt útlit sem til þess er fallið að leyfa vörunni sjálfri að njóta sín til hins ítrasta.”

16389_666819113432565_4404157164834717445_n

Aðspurð hvað beri hæst í dag í glæsilegu opnunarhófi Nike svarar Elfa því að hátíðarlína Nike î ár verði meðal annars kynnt. „Við munum einnig koma til með að frumsýna jólalínu Nike 2014 en hún einkennist af hlýjum og fallegum fatnaði og skóm sem nýtist fólki sem vill æfa í hvaða veðri sem er. Aðalsmerki Jólalínunnar er samt án efa FLASH pakkinn sem sjá má á myndunum hér að neðan.”

10711142_666818960099247_3623863146318579427_n

Þess má einnig geta að auk hlaupalínunnar mun svæðið bjóða upp á fatnað úr Womens Training línunni sem og Nike Sportswear línunni. „Svæðið opnar svo almenningi með pompi og prakt strax á fimmtudaginn og við hvetjum alla sem hafa áhuga á fallegri hönnun, hreyfingu og sannkallaðri upplifun við verslun til þess að koma og kíkja á okkur þá.” segir Elfa að lokum.

Allar upplýsingar um konuhófið í Útilíf sem hefst kl. 17.00 í Kringlunni í dag má lesa um HÉR

SHARE