Níu leyndarmál sem fæstir karlmenn viðurkenna fyrir konum

Það vildi ég óska að einhver hefði sagt mér hversu einfaldir karlmenn eru í eðli sínu, þegar ég var yngri og enn sannfærð um að karlmenn væru allt öðruvísi úr garði gerðir en konur.

Karlmenn eru einfaldir að gerð, en þar með er ekki sagt að strákarnir eigi að vera eins og galopin bók. Fæstir þeirra hneigjast til lyga, þeir eru öllu heldur dulir á tilfinningar sínar og varkárir í tjáningu. Hljómar kunnuglega, ekki satt?

Oftlega er svarið einfalt; flestir kjósa þeir að fegra sannleikann eða smeygja sér undan svörum til að forðast vandræðagang eða sárindi. Hér fara nokkur lítil leyndarmál sem kærastinn þinn mun seint viðurkenna ótilneyddur:

.

Man-Biting-Keyboard

Karlmenn „tékka” líka konur út á Facebook:

… og áður en fyrsta stefnumótið var einu sinni runnið upp var maðurinn kominn með allt á hreint. Líka gömlu bekkjarmyndirnar. ALLT.

.

shy-man

Karlmenn þurfa líka að „taka stöðuna” á sambandinu:

… og flestir þeirra eru fegnir undir niðri að þú skulir taka af skarið og færa alvöru málsins í tal. Allt þetta þvaður um sambandsfælni og vandræðagang er oftlega bara yfirskin og klór sem er ætlað að breiða yfir feimni og óöryggi. Að bera upp stóru málin afhjúpar líka langanir og væntingar og hvað er betra en að þykjast svellkaldur þegar hætta er á höfnun?

.

does-your-man-always-stare-at-other-women-300

Karlmenn eru ekki ónæmir fyrir kvenlegri fegurð:

… og halda áfram að góna eins og bjánar á eftir glæstum skvísum á götu úti löngu eftir að stóru orðin hafa verið sögð. Það merkir þó ekki að þeir vilji kasta ástinni frá sér fyrir innantóman vandræðagang með ókunnri konu bak við næsta húshorn. Þvert á móti hefur áhorfið ekki nokkurn skapaðan hlut að gera með þá löngun að leggjast með annarri konu …

.

670px-Make-a-Boyfriend-Generally-a-Little-More-Jealous-and-Protective-of-You-Step-4

… og þeir taka líka eftir körlunum sem horfa á eftir þér:

Áhorfið, augngoturnar og laumulegt glápið fer sjaldnast fram hjá neinum og getur vakið upp allt frá laumulegri afbrýðisemi að einkennilegu stolti. Þandir nasavængir? Brúskuð bringa? Maðurinn er að verja yfirráðasvæði sitt. Láttu þér ekki bregða þó hann bregði myndarlegum armi yfir öxlina á þér ef annar maður gerir svo mikið sem að líta í áttina að þér. Brostu bara.

.

Man Aiming Remote Control

Karlmenn horfa á klám:

… líka þeir sem eru hamingjusamlega lofaðir og ástfangnir af konunni sinni. Ekki oft reyndar, en það hendir af og til. Þetta þora fæstir karlmenn að trúa ástkonum sínum fyrir en flestir þrá ekkert frekar að horfa á klám með kærustunni sinni – geri þeir það á annað borð. Af tillitsemi (og vandræðagangi) þora þó fæstir að bera umræðuefnið á borð og bíða þess í stað þolinmóðir eftir að konan stingi upp á erótískri mynd.

.

men-women-cheat-3

Karlmenn eru hrifnari af náttúrulegu útliti:

… og það jafnvel þó konan líti stórglæsilega út förðuð. Það er bara eitthvað við að kyssa konu sem er með litsterkt gloss og áberandi farða. Eitthvað getur loðað við og ekkert er vandræðalegra en karlmaður sem er útklíndur í bleiku glossi sem nær niður á höku.

.

man-in-bed-thumbs-up-300x336

Karlmenn elska gullhamra:

… en fæstir þeirra hafa nægilegt hugrekki til að viðurkenna að jafnvel hörðustu naglar þurfa líka á viðurkenningu að halda. Alvöru karlmenn halda sjaldnast aftan af hólinu sjálfir og segja konu berum orðum, hversu fögur og yndisleg hún er. En strákarnir eru ekki ónæmir fyrir hólinu sjálfir og þurfa líka á viðurkenningu, staðfestingu og fallegum orðum að halda líka; sérstaklega úr munni konunnar sem á hug þeirra allan.

.

stressed-and-blessed

Karlmenn geta líka orðið stressaðir í rúminu:

… og allir karlmenn upplifa streitu af einhverju tagi í fyrsta sinn sem þeir sofa hjá konu. Auðvitað sýna fæstir nokkur óttamerki, það er ekki átalið sérstaklega karlmannlegt og getur drepið stuðið allsnarlega ef folinn fer allt í einu að roðna þegar hann afklæðist buxunum. En strákarnir geta orðið stressaðir líka og flestir þeirra hafa áhyggjur af því hvernig þeir líta út í augum konunnar þegar fötin hafa verið látin fjúka.

.

couple-upset-bed

Karlmenn fá líka höfuðverk:

… og eru ekki ALLTAF til í sveitt, brjálæðislegt og stjórnlaust kynlíf. Í alvöru talað! Ekki trúa öllu sem klámmyndirnar kenna fólki; karlmenn eru ekki ALLTAF graðir. Karlmenn upplifa líka streitu, vonbrigði, þreytu og Guð má vita hvað. En karlmenn eru einfaldir í eðli sínu og oftlega er lítið mál að koma örþreyttum elskhuga til þó klukkan sé orðin dónalega margt að kvöldi. En strákar eru tilfinningaverur líka og þó hinn útvaldi sé ekki alltaf til í tuskið – hefur það sennilega ekki nokkurn skapaðan hlut með þig sjálfa að gera!

Tengdar greinar:

Hvað finnst honum um ólétta líkamann þinn í raun?

Kynlífið og hversdagurinn: „Þrjár klassískar með kryddi”

Hann er með 2 typpi og segir bæði virka!

SHARE