Af hverju ættir þú að minnka neyslu diet gosdrykkja – Nokkrar ástæður

Líklega veistu að það hlýtur að vera eitthvað í ólagi með „diet“ gosið, sætan drykk og engar hitaeiningar!  Einhvers staðar hljóta áhrifin að koma fram. Ef til vill á mittismálinu og heilsunni. Hver rannsóknin eftir aðra virðist leiða í ljós að „diet“ drykkirnir hjálpa ekki til með þyngdina og gætu hreinlega verið skaðlegir heilsunni.

Þannig hafa þeir sem hafa rannsakað þessa drykki bent á eftirfarandi þætti tengda neyslu þeirra:

Þyngdin eykst 

Neysla „diet“ drykkja tengist aukinni fitusöfnun líkamans, einkum um miðjuna. Hvað er að gerast? Talið er líklegt að þessir drykkir rugli skilaboðin um að við séum orðin södd. Rannsóknir á rottum sem fengu eitthvað með gervisykri á undan matargjöf sýndu að þær átu meiri mat þegar þær fengu sætuna. Svo virðist sem sæta eða sykur auki matarlyst.

Mikil sykurneysla

Fræðimenn sem hafa rannsakað málið telja að hin mikla sæta sendi heilanum skilaboð um að hann vilji meira.

Drykkir með gervisykri koma þessu ferli af stað og fullnægja ekki heilanum (líkamanum) og okkur sárlangar í meira. Þetta getur orðið til þess að við fáum okkur meiri sykraðan mat en við annars myndum gera.

 

Nýrnaveiki

Dr. Julie Lin, nýrnasérfræðingur við Brigham sjúkrahúsið í Boston rannasakaði um árabil samband gosdrykkjaneyslu kvenna og ástand nýrna þeirra.

“Við sáum, segir hún að beint samband var milli neyslu „diet“ gosdrykkja og heilsu kvennanna. Nýrum þeirra hrakaði þrisvar sinnum hraðar en eðlilegt er og fylgir öldrun“.

„Það er ekki skynsamlegt að fara illa með nýrun“, segir dr. Lin. Þau eru ótrúlega mikilvægt líffæri og hreinsunartæki líkamans. Jafnvel þó nýrnabilun sé smávægileg getur hún haft gríðarleg áhrif á alla líðan manneskjunnar“.

 

Aukin hætta á sykursýki

Lyn Steffen, professor í lýðheilsufræðum við háskólann í  Minnesota fullyrðir að fólk sem drekkur „diet“ gos sé í mun meiri hættu að lenda í efnaskiptavanda en hinir sem láta þá vera.

Hér vísar hann til ástands sem er mjög alvarlegt, mikillar kviðfitu, hækkaðs blóðþrýsitngs, lítils HDL kólesteróls (góða kólesterólið), mikils magns þríglýseríða (sem tengist hjartasjúkdómum og því að fólk fái slag) og hækkaðs blóðsykurs. Allt þetta eykur hættuna á að fólk fái sykursýki, kransæðasjúkdóma og slag.

Steffen rannsakaði mörg þúsund manns, athugaði mataræðið og kannaði hvort fólkið hefið fengið efnaskiptasjúkdóma. Niðurstaðan var sú að þeir sem neyttu mikils kjöts, borðuðu oft mikið unninn og djúpsteiktan mat og drukku „diet“ gos komu mun ver út en hinir sem höfðu aðrar neysluvenjur.

Aðrir rannsakendur telja sig hafa sýnt fram á greinilegt samband milli neyslu „diet“ gosdrykkja og sykursýki 2.

Slag 

Í skýrslu sem var birt 2012 í the Journal of General Internal Medicine segir að fólk sem drekkur „diet“ drykki daglega sé í helmings meiri hættu að fá hjarta og æðasjúkdóma- slag- en hinir sem láta þessi drykki vera. Ekki var talið að stöku drykkur t.d. einu sinni í mánuði myndi hafa nokkur áhrif.

Hvað er til ráða ef þú ert orðin(n) háð(ur) „diet“ drykkjum? Auðvitað er vatn albesti drykkurinn við þorsta. En stundum langar fólk í eitthvað annað.

Sumir fræðimenn hafa bent á sódavatn sem væri hægt að fá sér til tilbreytingar. Það væri líka hægt að hella smáslurk af ávaxtasafa út í og drekka svo með ánægju!

 

Heimild

SHARE