Nokkrar furðulegar staðreyndir um stjörnurnar

Það er alltaf gaman að læra eitthvað nýtt um þessar heimsfrægu manneskjur sem manni finnst maður þekkja.

Buzzfeed tók saman furðulegar staðreyndir um stjörnurnar og hér eru nokkrar af þeim.

  1. Matthew Perry missti hluta af löngutöng þegar hann klemmdi sig á bílhurð

2. Jennifer Lawrence er með húðflúrað á sig H2O til að minna sig á að drekka vatn

3. Martha Stewart byrjaði feril sinn sem fyrirsæta

4. Árið 1978 var Tim Allen handtekinn fyrir vörslu á kókaíni og var dæmdur í 3-7 ára fangelsi. Hann fékk reynslulausn eftir 2 ár og 4 mánuði í fangelsi.

5. Bill Murray var handtekinn þegar hann var 20 ára, fyrir að reyna að koma með hass inn í flugvél

6. Channing Tatum lék í tónlistarmyndbandi hjá Ricky Martin við lagið She Bangs. Hann fékk 400 dollara fyrir hlutverkið

7. Skírnarnafn Ashton Kutcher er Christopher

8. Áður en Britney Spears hóf sólóferil sinn var hún í stúlknabandinu Innosense

9. Rétt eftir að Madonna flutti til New York vann hún á Dunkin Donuts. Hún var rekin eftir eina viku fyrir að eyðileggja sultuvélina.

10. Þegar Eva Mendes ólst upp langaði hana að verða nunna en skipti um skoðun þegar henni varð ljóst að nunnur eru ekki með laun.

11. Dennis Rodman á 28 systkini

12. Rob Lowe er heyrnarlaus á hægra eyra

13. Móðir Leonardo DiCaprio var að skoða málverkið af Mona Lisa þegar Leo sparkaði fyrst í móðurkviði. Þess vegna ákvað hún að barnið myndi heita Leonardo.

14. Scarlett Johansson er tvíburi

15. Skírnarnafn Bon Jovi er John Bongiovi Jr

16. Leonardo DiCaprio talar þýsku

SHARE