North West (13 mánaða) er orðin hátískufyrirsæta: MYNDIR

North West kann að vera ung að árum, en hún er rísandi stjarna í tískuheiminum og hefur þannig þegar landað sinni fyrstu forsíðu á Vogue og nú situr hún, 13 mánaða gömul fyrir í hátískuþætti – einsömul, bísperrt og reiðubúin að fanga sviðsljósið.

Dóttir þeirra Kim Kardashian og Kanye West er að sjálfsögðu klædd í Chanel drakt og birtist á forsíðu CR Fashion Book – sem er hátískurit sem kemur út nokkrum sinnum á ári og er ritstjóri þess engin önnur en Caren Roitfeld, fyrrum ritstjóri Vogue Paris.

Mörgum þykir of langt gengið að setja barnið í slík spor áður en hún hefur tekið sín fyrstu skref, en ljósmyndin sjálf sem var gerð kunngjör sl. miðvikudag ber yfirskriftina: It’s never to early to care about fashion” og er bein tilvísun í orð hátískumógúlsins Karl Lagerfeld.

 

 CR Fashion Book má skoða HÉR en hér er myndin af Nori litlu:

article-0-2084108900000578-408_634x842

 

 

Sjálf fer Kim, móðir Nori litlu eins og hún er gjarna kölluð, ekki í grafgötur með þá ósk sína að stúlkan alist upp í sviðsljósinu og verði hátískufyrirsæta þegar fram í sækir. Hún segir barnið elska linsuna og að myndavélin gæli að sama skapi við undurfrítt barnið, sem hlæji dátt og leiki sér allan liðlangan daginn, en að barnið hafi um leið meðfæddan hæfileika til að sitja fyrir og sýna þroskaða sviðsframkomu.

Hér má sjá Nori litlu þreyta frumraun sína á forsíðu Vogue: 


„Alltaf þegar hún áttar sig á því að það er myndavél nálægt þá setur hún upp pósusvipinn – verður alvarleg, en gerir samt stút á munninn og starir og það er svo sætt” sagði Kim nýverið í spjallþætti. „Hún er bara alvöru Kardashian, það fer ekkert á milli mála!” 

Við sama tækifæri viðurkenndi Kim þó einnig að það hefði verið Kanye sem hefði krafist þess að Nori litla kæmi ekki fram í raunveruleikaseríunni Keeping Up With The Kardashians og sagði að barninu myndi ekki bregða fyrir – fyrr en í lokaþætti seríunnar, þar sem senur úr brúðkaupinu verða sýndar.

Þó heldur Kim fast í þá von að Nori litla, sem hún segir þegar hafa þróað sinn einstaka stíl, mun erfa ástríðu foreldra hennar fyrir hátísku.  „Hún hefur þegar þróað sinn einstaka stíl, sem er afar einfaldur. Hún er mjög hrifin af einföldum og skýrum línum og velur þægindi umfram prjál og pjatt. Ég vona heitt og innilega að hún muni laðast að hátísku þegar hún eldist því ekkert væri skemmtilegra en að hafa okkur til saman fyrir framan spegilinn í upphafi hvers dags.” 

 

SHARE