Nota roð til að búa til kynfæri á transkonu

35 ára gömul transkona, sem kallar sig Maju, er fyrsta manneskjan í heiminum sem fær kvenkyns kynfæri sem gerð eru úr fiskroði. Roðið er af fiski sem heitir tilapia fiskur.

Maju fór í kynleiðréttingu árið 1999 en fljótlega eftir aðgerðina fóru leggöng hennar að skreppa saman og hafa gert það hægt og rólega alveg síðan þá. Það varð til þess að kynlífið með þáverandi maka hennar, var kvöl og pína og hún ákvað að hætta að stunda kynlíf.

Eftir þessa aðgerð sem hún fór í á dögunum, getur Maju orðið kynferðislega virk á ný. Þremur vikum eftir aðgerðina sagði Maju:

Ég er í skýjunum með útkomuna. Í fyrsta skipti í lífinu líður mér eins og ég sé heil, alvöru kona.

Aðgerðin tekur um þrjá klukkutíma en roð er vafið utan um mót sem er síðan sett þar sem leggöngin eiga að vera og er fest þar.

Roðið er sótthreinsað og lyktarlaust og er mjög slitsterkt og er með sama teygjanleika og húð manns.

Heimildir: Mirror

SHARE