Notaleg ullarnærföt í íslenskri vetrarhörku

fodurland_naerfatnadur_250610

Fáar þjóðir í heiminum þekkja vetrarhörkur jafn vel og við íslendingar. Að skríða að kvöldi dags upp í hrollkalt rúm með ískaldar tær er eitthvað sem hvert mannsbarn á Íslandi tekur sem eðlilegum hluta af tilveru sinni.

Við höfum reitt okkur á ullarfatnað frá örófi alda til að halda á okkur hita og kannski sem betur fer hafa bæði útlit og snið tekið breytingum á undanförnum áratugum.

Hið íslenska föðurland, eða ullarbrækurnar, hafa fylgt okkur í gegnum ófáar frosthörkurnar á liðnum tímum. 

Ullarnærfötin frá Marathon tilheyra nýjustu kynslóð ullarfatnaðar. Hönnun þeirra byggir á tveggja laga baselayerkerfi sem bæði einangrar hita og flytur raka frá líkamanum en þaðan dregur línan nafn sitt; Baselayer.

family-sitjandi-mbl-3x15

Einstök hönnun heldur vætu og kulda frá

5770-14-42_top_7cmYtra lag fatnaðarins er úr hreinni merino ull en hún hefur þá eiginlega að geta tekið til sín um 30% raka, af sinni eigin þyngd. Innra lagið, það sem liggur næst húðinni er gert úr rafjónuðu polytrefja efni. Efnið er unnið á þann hátt að jákvætt hlaðnar katjónir í efninu, flytja raka frá húðinni til ullarinnar sem tekur hann til sín og eyðir honum frá sér. Þetta þýðir að sá sem klæðist fatnaðinum upplifir aldrei að fötin liggi blaut og köld við líkamann heldur að hann sé alltaf þurr og hlýr.

Frábært fyrir hverskyns útivist og hreyfingu

5771-14-08_top_7cmVegna þessara eiginleika efnisins hafa fötin slegið í gegn hjá fólki sem stundar útivist eða er í hreyfingu utandyra þar sem hætta er á því að líkaminn svitni. Hvort sem um er að ræða göngur, hlaup, jöklaferðir, hestamennsku, veiði, fótbolta eða skíði, þá er mun baselayer fatnaðurinn sjá til þess að þér sér alltaf hlýtt.

 

Baselayer ullarnærfötin frá Marathon Sportswear eru einstaklega mjúk og notaleg. Litirnir eru bjartir og sniðin falleg. Fötin eru framleidd í Evrópu og hafa fengið alveg frábærar viðtökur bæði í Danmörku og Noregi þar sem henni var fyrst hleypt af stokkum.

Screen Shot 2014-12-05 at 11.58.48

Línan er fáanleg í stærðum M-XL2 fyrir karla og stærðum S-XL fyrir konur. Börnin fá líka pláss í þessari línu en hún er fáanlega fyrir aldurinn 6-14 ára.

Hér er um að ræða hágæða vöru á mjög góðu verði, sem ekki finnst á öðrum sambærilegum vörum hérlendis.

Marathon Baselayer fæst í verslunum út um allt land, nánari tiltekið hér:

Sölustaðir:

  • Hagkaup
  • Afreksvörur Glæsibæ
  • Bjarg – Akranesi
  • Fjarðarkaup – Hafnarfirði
  • Jói Útherji – Reykjavík
  • JMJ – Akureyri
  • Hafnarbúðin – Ísafirði
  • Kaupfélag V-Húnvetninga
  • Kaupfélag Skagfirðinga
  • Nesbakki – Neskaupsstað
  • Skóbúð Húsavíkur – Húsvík
  • Blossi – Grundarfirði
  • Efnalaug Dóru – Hornafirði
  • Efnalaug – Vopnafjarðar
  • Siglósport – Siglufirði
  • Heimahornið – Stykkishólmi
  • Grétar Þórarinsson – Vestmannaeyjum

Nánari upplýsingar um Marathon Baselayer ullarnærfötin má finna á heimasíðu Rún.is

SHARE