Nóvemberleikurinn á Hún.is – Förðunarnámskeið, förðunarvörur og fleiri glæsilegir vinningar!

Við hjá Hún.is vitum hversu mikilvægur farði er fyrir konur og margar konur fara ekki útúr húsi nema setja á sig maskara, í það minnsta.

Nú ætlum við að biðja ykkur að stíga út fyrir þægindarammann og vera með í ótrúlega skemmtilegum leik, sem við stöndum fyrir ásamt No Name og bókaútgáfunni Eddu.

Leikurinn er þannig að við viljum fá senda mynd frá ykkur þar sem einungis hálft andlitið er farðað en hinn helmingurinn alveg ófarðaður, því meiri munur því betra.  Það má ekki vinna myndirnar. Myndirnar fara svo allar í eina möppu á fb hjá okkur og þær 10 sem fá flest „like“ fá förðun hjá Kristínu Stefánsdóttur hjá No Name og munum við svo birta þær myndir hjá okkur hér á síðunni.

Þær þrjár sem verða í 3 efstu sætunum fá svo veglega vinninga sem flestar konur væru til í að fá.

Verðlaunin eru:

1. sæti:   Förðunarnámskeið hjá Kristínu Stefánsdóttur höfundar Förðun, skref fyrir skref.  No Name snyrtivörur og bókin Förðun, skref fyrir skref.

2. sæti: No Name snyrtivörur og bókin Förðun, skref fyrir skref.

3.sæti: Bókin Förðun, skref fyrir skref

fordun

Hér eru dæmi um myndir sem við viljum fá:

Make-up-transformations-half-face13 Picture-35Make-up-transformations-half-face9Myndirnar skulu sendar á netfangið ritstjorn@hun.is ásamt nafni og símanúmeri og þurfa að berast fyrir 20. nóvember en úrslit verða tilkynnt þann 22. nóvember. Munið bara að því fyrr sem myndin ykkar berst því fleiri  „like“ fær myndin. 

Allar myndirnar verða í þessu albúmi.

Góða skemmtun!

SHARE