Nú biðlum við til ykkar kæru lesendur – Oft var þörf en nú er nauðsyn

Þessi hjálparbeiðni kemur frá Barnabros  Góðverk – Gleði – Barn og birti þessi skilaboð á facebook síðu sinni:

Nú biðlum við til ykkar kæru FB vinir. Oft var þörf en nú er nauðsyn.

Beiðni barst frá félagsráðgjafa. Um er að ræða einstæða móðir með þrjú börn (10 ára, 4 ára og 6 mánaða) sem hefur dvalið í Kvennaathvarfinu. Hún er nú að reyna fóta sig eftir mikla erfiðleika. Hún á bókstaflega ekkert (og þá meinum við ekkert) rúm eða annað, hvað þá dót fyrir börnin. Það er ekkert stuðningsnet í kringum hana. Hana vantar allan húsbúnað og heimilistæki sem til eru í orðabókinni. Hvorug eldri börnin eiga rúm eða leikföng og móðir á ekki heldur rúm. Litla barnið er þó í rimlarúmi.

Viljið þið hjálpa okkur að deila þessu. Ef til vill eru einhverjir þarna úti sem geta hjálpað okkur að hjálpa þessari fjölskyldu. Þið getið sent okkur póst barnabros@barnabros.is

Kveðja, Andrea og Rannveig

SHARE