Nú er komið að Kourtney að fækka fötum

Kourtney Kardashian (39) situr fyrir nakin í desember/janúar tölublaði GQ Mexíkó. Hún mun væntanlega setja internetið á hliðina eins og systir hennar, Kim, gerði þegar hún sat fyrir nakin.

Kourtney er þriggja barna móðir og lítur auðvitað óaðfinnanlega út á þeim myndum sem hafa komið fram.

„Fyrir mér er það að vera fyrirmynd að vera með eins mikið gegnsæi og hægt er. Heimurinn á það skilið á okkar tímum þar sem ekkert er eins og það sýnist á öllum samfélagsmiðlum,“ segir Kourtney í spjalli við GQ.

 

 

SHARE