Nú geta pabbar gefið brjóst

Pabbar segja gjarnan að þeir geti gert það sama og móðirin nema að fæða barnið og gefa brjóst. Það getur nú verið að breytast.

Nýjung var frumsýnd í Austin í Texas á dögunum og kemur þessi nýjung frá engum öðrum en Japönum. Það ætti ekki að vera mikið mál fyrir feður að gefa brjóst í framtíðinni.

Dentsu hefur framleitt þennan mjólkurtank sem er í formi brjósta, en karlmenn geta smellt þessu á sig og þannig gefið brjóst. 

Ef pabbar geta gefið brjóst á nóttunni er það auðvitað mikill léttir fyrir móðurina sem þarf annars alltaf að vakna til þessa verks.

 

View this post on Instagram

 

#fathersnursingassistant #sxsw2019

A post shared by Carlos Lowry (@carlitoslow) on

Hvað finnst ykkur um þetta? Myndi ykkar maður vilja prófa þetta?

 

SHARE