Nú getur þú fundið allar íslenskar netverslanir á einum stað – Kjarni.is

Kjarni.is er ný vefsíða með öllum íslenskum netverslunum og eru þær rúmlega 300 talsins. Þór Sigurðsson, eigandi síðunnar segir að með því að vera með allar netverslanir á einum stað aukist líkurnar á því að verslanirnar nái að koma sér á framfæri. Þetta hjálpar því bæði viðskiptavinum og eigendum. Þór segir að það hafi komið honum á óvart hversu margar íslenskar netverslanir eru að selja skó, föt, barnavörur og ekki síst íslenska hönnun sem virðist blómstra á netinu.

Þór hvetur eigendur netverslanna að skrá sína netverslun á Kjarni.is sé hún ekki þar inni. Hann hvetur neytendur jafnframt til að gefa ummæli á þá netverslun sem þeir hafa verslað við og skapa umræður um hana.

Ókeypis skráning

Þú getur skráð þig inn sem notanda án endurgjalds og einnig sent inn grunnskráningu. Grunnskráning felur í sér skráningu í 1 flokk og 2 leitarorð.
Vilji netverslunin hinsvegar verða enn sýnilegri þá er í boði Gullskráning, skráningin innifelur í sér listun í 5 flokka, 20 leitarorð og tengingu við Facebook þar sem að skráningin verður listuð efst í sínum flokki í 30 daga +  netverslun vikunnar sem er birt á forsíðu Kjarni.is og á Facebook síðu Kjarna og leitarvélabestun.

Gullskráningin kostar aðeins 11.950 kr. m/vsk fyrir árið.

Lesendur Hún.is fá tilboð á Gullskráningu á aðeins 8.950 kr. m/vsk árið. (nóg er að senda eigendum póst á kjarni@kjarni.is nafninu á netversluninni og textanum hún.is)

 

Þór Sigurðsson sagði okkur frá þessum nýja vef, tilgangi hans og hvernig hann fékk þessa hugmynd.

Hver er tilgangur síðunnar: Tilgangur síðunnar er að sameina allar íslenskar netverslanir á einn stað í þeim tilgangi að auðvelda eigendum netverslunar að koma sér á framfæri og einnig að auðvelda netverjum að finna það sem þeir leita að, og um leið erum við að styrkja íslenska verslun og atvinnulíf. 

Hvernig byrjaði þetta: Eftir að ég fann þessa erlendu vefsíðu, og sá að það var engin síða fyrir Íslenskan markað þá datt mér í hug að það væri bæði góð hugmynd og þörf að koma á laggirnar slíkri síðu
og lagðist í þá vinnu að finna Íslenskar netverslanir og það hefur virkilega komið á óvænt hversu margar þær eru.

Ég var að leita að vöru á erlendri síðu og datt inn á síðu sem tók saman netverslanir líkt og Kjarni.is er í dag, segir Þór aðspurður hvaðan hugmyndin spratt.

Hvernig hefur ykkur gengið að kynna síðuna fyrir íslendingum: Það hefur gengið gríðarlega vel og greinilegt að það var mikil þörf á þessari þjónustu. Núna eru rúmlega 300 netverslanir skráðar inn á Kjarni.is og fer fjölgandi.
Einnig höfum við fengið mjög jákvæða umfjöllum þar sem fólk talar um að þetta hafi verið löngu tímabært og hefur fagnað þessu framtaki.

Síðan fór í loftið um miðjan ágúst og hana má nálgast hér. 

SHARE