Nú þarftu bara að eiga eitt skópar: Nýir skór sem skipta um lit

Væntanlegir eru á markaðinn stórsniðugir strigaskór. Þessir skór eru þeim eiginleikum gæddir að þeir geta skipt um lit, mynstur og hönnun eftir óskum eigandans. Stendur til að hægt verði að stjórna litabreytingunum með því að klikka á hnapp á skónum eða með því að breyta því með appi í símanum þínum. Talið er að þessir skór eiga eftir að heita „Shift Sneakers“ og mun fólk geta skipt um lit á skónum að vild og til þess að passa við heildarútlit hverju sinni. Eitt skópar getur komið í stað margra para, sem ætti að geta sparað fólki heilmikið geymslupláss. Spennandi tímar framundan fyrir skóáhugafólk.

images

khhk_dd6y8k

Screen_Shot_2015-06-09_at_10.17.25_AM_copy_audati

Unknown

 

Heimildir: Dailymail

SHARE