Nutellaídýfa með hnetusmjöri & Oreokexi

Jæja, það er ekki nokkur maður í megrun á þessum ágæta þriðjudegi, er það? Páskar eftir tvo daga. Tekur sig ekki að vera í átaki þessa vikuna. Frekar en aðrar vikur. Svona ef út í það er farið. Hérna höfum við uppskrift af alveg hreint stórkostlegri ídýfu. Það má dýfa öllu sem hugurinn girnist í hana. Nú eða smyrja henni á sætt hafrakex. Vöfflur. Fransbrauð. Ís. Pönnukökur. Rjómatertur. Á líkamann, seint um kvöld – með maka þinn kláran í slaginn.

Þú leyfir ímyndunaraflinu að ráða.

Sjá einnig: Guðdómlega girnileg Oreo-ídýfa

IMG_9602

Sjá einnig: Núna er hægt að nota Oreo kex í búa til maskara

IMG_9549

Nutellaídýfa með hnetusmjöri & Oreokexi

1 og 1/2 bolli hnetusmjör

1 bolli hvítir súkkulaðidropar

1 bolli Nutella

12 stykki Oreokex

IMG_9570

Nutella, hvítu súkkulaði og hnetusmjöri sjússað saman í skál.

Smellið blöndunni í örbylgjuofn í sirka eina mínútu. Takið út og hrærið á 15 sekúnda fresti.

IMG_9581

Lúskrið duglega á kexinu og hafið það klárt til hliðar.

IMG_9585

Hræra, hræra og hræra.

IMG_9591

Oreokexinu hent í skálina og öllu blandað vel saman.

IMG_9610

Mokum dýrðinni í krukku sem hægt er að loka.

Eða bara moka þessu upp í sig. Með puttunum. Eða skeið.

Engin orð, það eru bara engin orð yfir þessa dýrð.

Skora á ykkur að prófa!

Sjá einnig: Rice Krispies kubbar með Oreo & hvítu súkkulaði

SHARE