Nutellasúkkulaðikaka: TVÖ innihaldsefni

nutellakaka

Þessi kaka er eiginlega ofar mínum skilningi. Yfirnáttúruleg að einhverju leyti. Egg og súkkulaðismjör, voilá – það verður til kaka. Nei, ég bara skil ekki. Ég kann hins vegar afar vel að meta að þurfa ekki að sulla með meira en þetta tvennt. Enda er ég yfirleitt fljót að kasta frá mér uppskriftum þar sem innihaldsefnin eru fleiri en fingurnir á mér. Slíkt er mér einfaldlega ofviða og eiginlega dæmt til þess að mistakast.

4 stór egg

225 grömm Nutella

Þeytið eggin í kröftugri hrærivél í allavega 6 mínútur. Þar til þau hafa þrefaldað umfang sitt. Mýkið Nutella í örbylgjuofni í 20 sekúndur. Bætið súkkulaðismjörinu við eggjablönduna í þrem skömmtum. Hrærið varlega saman í hvert sinn.

Smyrjið hefðbundið kringlótt kökuform (ég nota þessi úr áli) og hellið deiginu í. Bakið við 175° í 20-25 mínútur.

Tengdar greinar:

Fáránlega auðveld Nutella-ostakaka

Nammisprengja með Nutella, Maltesers, Oreo & Dumle karamellum

Nutella brúnkur

SHARE