Ný gögn í máli Johnny Depp og Amber Heard

Ný gögn voru að koma inn í dómsmál leikaranna Johnny Depp og Amber Heard, þar sem myndbandsupptaka hefur komið upp á yfirborðið. Myndbandið sýnir Johnny henda tómri vínflösku og vínglasi í Amber eftir að hún hafði spurt hann hvort að hann hafði drukkið heila flösku um morguninn.

Sjá einnig: Amber Heard og Johnny Depp skilja

Einnig má sjá myndband þar sem Johnny skellir skápahurðum svo harkalega að þær detta næstum af hjörum sínum og öskrar “motherfucker.. motherfucker” á meðan hann sparkar ítrekað í borðplötuna. Síðan spyr Amber hann hvað hafði gerst á meðan hann gengur fram og til baka og þá segir hann “ekkert”. Eftir að hann tók eftir því að Amber var að taka upp atvikið á símanum sínum ræðst hann að henni og þar með byrjaði þetta heljarinnar mál, sem leiddi til þess að þau eru í dómssal í dag.

Amber segir að hann hafði marið hana í framan eftir að hafa reynt að ná af henni símanum, en í kjölfarið kærði hún hann fyrir heimilisofbeldi.

Nú hafa lögfræðingar Johnny farið fram á að Amber fái ekki að bera vitni í næstu réttarhöldum, þar sem hún neitaði að bera vitni við þau síðustu.

Mörg gögn eru þess efnis að Johnny Depp hafi beitt Amber ofbeldi og að hann eigi við eitthvað áfengis- og reiðivandamál að stríða.

Sjá einnig: Johnny Depp lamdi Amber Heard

Amber-Heard-MAIN

SHARE