Ný rannsókn benti ekki til þess að fiskur hægði á heilahrörnun

 

Okkur hefur löngum verið sagt að feitur fiskur væri hin besta fæða fyrir heilann og dragi úr hættu á slagi. En nú eru vísindamenn í Bandaríkjunum að velta því fyrir sér hvort fiskurinn og hnetur séu jafn holl og af hefur verið látið. Þvert á það sem áður var talið vera rétt telja þeir sem eru að rannsaka þessi mál að omega-3 fitusýrur, eins og mikið er af í laxi og hnetum, séu ekki sú vörn fyrir heilann eins og áður var talið.

Eric Ammann sem stjórnaði nýlegri rannsókn sem var gerð við háskólann í Iowa segir að ekki hafið tekist að sýna fram á að omega-3 fitusýrur hafi seinkað vitsmunatapi eldri kvenna sem þeir voru að rannsaka.

 Fiskur er hollur

Hann segir ennfremur að hann telji ekki skynsamlegt að fólk breyti mataræði sínu vegna þess sem hann segir hér. Feitur fiskur sé mjög góður og hollur, talið sé að hann geti að einhverju leyti verið vörn gegn Alzheimer´s veikinni og sykursýki, hann vinni móti liðagigt og minnki líkur á fæðingarþunglyndi. Einnig er talað um að börn sem borða fisk reglulega standi sig yfirleitt betur í prófum.

Talið er að hollast sé að borða lax og markíl. Miðaldra og eldri konur eru í mestri hættu að fá liðagigt og fitusýran í þessum fiski slær einmitt á þá hættu. Að baki þessarar fullyrðingar er viðamikil sænsk rannsókn gerð á konum sem voru fæddar á árabilinu 1914-1948.

Haldið er áfram að rannsaka sambandið milli omega-3 fitusýru og ástands hjarta og heila. Vitað er að fiskur og hnetur geta verið ágætur valkostur og oft betri valkostur en rautt kjöt og mjólkurarfurðir sem eru með mikilli mettaðri fitu.

 Rannsóknin benti ekki til þess að konunum hrakaði með aldrinum í hlutfalli við magn Omega-3 fitusýru í blóðinu

Rannsóknin sem birt var í  the journal Neurology stóð yfir í sex ár og var magn omega-3 fitusýru í blóði kvennanna sem tóku þátt í rannsókninni skoðað í upphafi rannsóknar og reglulega meðan á henni stóð. Ekki var hægt að merkja mun á minni og andlegri getu þátttakenda eftir magni omega-3 fitusýru í blóðinu. Ekki var heldur hægt að sjá að konunum hrakaði með aldrinum í hlutfalli við magn þessara sýru í blóðinu.

Eric Ammann við háskólann í Iowa heldur því fram að ekkert hafi komið fram í viðamikilli rannsókn á áhrifum omega-3 fitusýra á heilann sem geti bent til þess að þær viðhaldi vitsmunalegri virkni heilans lengur en annars væri.

 

Heimild

SHARE