Ný þróun í baráttunni við þunglyndi

Rannsóknir benda til að þjálfunartækni sem hjálpar fólki að ná stjórn á vissum svæðum heilans gæti verið liður í að meðhöndla  þunglyndi. 

Vísindamenn við Háskólann í Cardiff University notuðu segulómmyndir til að  sýnda átta manns sem öll stríddu við þunglyndi hvernig þau (heili þeirra) brugðust við jákvæðum áhrifum.

Þegar þáttakendur voru búnir að koma í fjóra meðferðartíma voru þeir farnir að finna merkjanlegan mun á líðan sinni.

Ekki var hægt að merkja neinar breytingar hjá viðmiðunarhópi sem var beðinn um að hugsa jákvætt en honum voru ekki sýndar myndir af heilanum.

Rannsakendurnir segjast álíta að myndirnar sem hópurinn sá hafi verið tæki sem fólkið fékk til að átta sig á hvaða hugsanir og áhrif voru best fyrir það.

Þessa tækni- sem hefur verið nefnd taugasvörun- er farið að nota í starfi með fólki með Parkinson veiki og hefur gefið góða raun.

Virkni heilans

Rannsóknarteymið segir að auðvitað þurfi frekari og viðameiri rannsóknir til að fullyrða hversu árangursrík þessi meðferð er sérstaklega til langs tíma litið.

Talsmenn teymisins telja að hér geti verið um verðuga viðbót við meðhöndlum á þunglyndi.

Um það bil 20% íbúa á Vestulöndum þjáist af þunglyndi einhvern tíma á ævinni og þriðjungur þeirra svarar ekki þeirri meðhöndlun sem er í boði.

Prófessor Linden sem er talsmaður teymisins bætir við að eitt af því sem þeim þykir svo áhugavert við þessa aðferð sé það að sjúklingarnir öðlast færni í að stjórna sjálfir vissum þáttum heilastarfseminnar.

“Þau voru mörg mjög áhugasöm að tengjast heila sínum á þennan hátt,” bætir hann við.

Auðvitað lofa þessar fyrstu niðurstöður góðu, segir Chris Ames sem er virk í stuðnigshópi við fólk með geðröskun, en ljóst er að rannsóknirnar eru  enn á frumstigi. Frekari rannsóknir myndu leiða í ljós hversu vænleg þessi aðferð er til að fást við  þunglyndi.

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here