Ný tískuverslun á netinu – DUSTED

Síðustu helgi leit dagsins ljós ný tískuverslun á netinu, DUSTED!

DUSTED stílar inn á flottan og þægilegan “götulúkk“ fatnað með vandaða boli, leggings, peysur, töskur, skart og aðra fylgihluti.

DUSTED aðgreinir sig frá öðrum tískuverslunum á netinu að tvennu leyti:

“Í fyrsta lagi leitumst við hjá DUSTED við að bjóða upp á annars konar úrval af fatnaði og fylgihlutum en finnst hjá öðrum vefverslunum. Við leggjum mikið upp úr að bjóða upp á einstakar og vandaðar vörur eftir spennandi hönnuði, jafnt íslenska sem erlenda, þekkta sem óþekkta. Vörurnar hjá DUSTED koma í takmörkuðu upplagi og oft er aðeins um eina einstaka vöru að ræða af hverri tegund, sem gerir vörurnar bæði skemmtilegri og meira “júník”. ”

Eigendur Dusted hafa tekið eftir því að lítið hefur verið í boði fyrir stráka hingað til, nú verður þó breyting á: 

“Í öðru lagi vill DUSTED kynna strákana fyrir hugmyndafræðinni „að verlsa fatnað á netinu“, en okkur hefur fundist ábótavant hvað lítið hefur verið í boði fyrir stráka. DUSTED býður upp á úrval af unisex vörum sem henta því jafnt strákum sem stelpum. Þegar fram líða stundir komum við til með að bjóða upp á mun meira úrval tískufatnaðar fyrir stráka eingöngu.”

DUSTED er bæði með facebook síðu sem þú getur nálgast hér , þar sem nýjustu fréttir af tísku og úrvali í versluninni verða uppfærðar daglega, og netverslun,  www.dusted.is sem inniheldur m.a. blogg og skemmtileg lookbook.

Hér má sjá nokkrar vörur frá þessari fallegu verslun:

Flottar flauelsleggings


Hálsmen

Skyrta


Pallettu sjal

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here