Nýjar vísbendingar varðandi hvarf Madeleine McCann

Rannsóknarlögreglan sem hefur rannsakað hvarf Madeleine McCann sem hvarf á Algarve árið 2007, aðeins þriggja ára gömul, hafa fengið nýjar vísbendingar í málinu. The Sun greindi frá þessu og sögðu jafnframt að þessi nýja vísbending renndi stoðum undir þá kenningu að Madeleine hafi verið rænt og hún seld í mansal.

 

Foreldrar Madeleine, Gerry og Kate McCann, telja að dóttir þeirra sé enn á lífi og hafa aldrei hætt að leita að stúlkunni. Kate hefur sagt að henni líði best á hótelinu þar sem þau dvöldu þegar Madeleine hvarf en þar finnst henni hún komast næst henni.

 

„Þar var hún seinast og ég held að hún hafi ekki verið flutt langt héðan,“ sagði móðirin en fólk, víða um heim, hefur talið sig sjá Madeleine.

 

SHARE