Hér er á ferðinni rísandi stjarna með undurfagra rödd sem ég spái að muni slá í gegn á Íslandi og víðar, stúlkan heitir Karin Sveinsdóttir.

Lagið Hurts, sem bandið hennar Highlands flytur, er skipað henni og Loga Pedro úr Retro Stefson.

Músikmyndbandið er einnig mjög töff og má sjá þar kunnugleg andlit sem hafa komið fyrir sjónir fólks í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og hljómsveitum og svo frv., þar á meðal Hera Hilmars, Atli Óskar og Haraldur Ari.

Myndbandinu er leikstýrt af Narvi Creative.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”8u1RVZYI2Z4″]

SHARE