Nýtt myndband af Mariah Carey – þenur raddböndin við tiltekt

Stórsöngkonan Mariah Carey er á heimstónleikaferðalagi um þessar mundir sem ber heitið „The Elusive Chanteuse Show.“ Söngkonan, sem er næst söluhæsta söngkona heims á eftir Madonnu, stendur nú í skilnaði við barnsföður sinn Nick Cannon en virðist taka lífinu með trompi engu síður.

Nýlega náðist myndband af söngkonunni þar sem hún gengur um í silki-náttslop í góðum gír og þenur raddböndin á meðan að hún tekur til á hótelherbergi í Shanghai í Kína. Lyftir hún meðal annars upp nærbol og skammast út í að hann sé skilinn eftir á víðavangi.

Raddsvið Mariah Carey er einstakt en hún er ein af fáum söngkonum sem nær að spanna yfir fimm oktava og getur því náð sérstaklega háum og björtum tónum.

Mariah Carey og fyrrverandi eiginmaður hennar Nick Cannon ganga nú í gegnum skilnað en samkvæmt umfjöllun ganga sögusagnir þess efnis að Nick sé nú þegar farinn að slá sér upp með Amber Rose, sem er barnsmóðir rapparans Wiz Khalifa, og að Amber Rose sé jafnvel ólétt eftir Nick. Orðrómur hefur ekki verið staðfestur.

Screen Shot 2014-11-24 at 13.55.46

Nick Cannon og Mariah Carey á meðan að allt gekk í lyndi. Saman eiga þau tvíburana Moroccan Scott og Monroe Cannon.

Tengdar greinar:

Er Mariah Carey að skilja?

Hreiðrið hennar Mariah Carey

Tvíburar Mariah Carey

SHARE