Nýtt stjörnupar hefur litið dagsins ljós

Nýtt Hollywood-par hefur komið upp á yfirborðið og eru það engin önnur en Selena Gomez og The Weeknd, en þau sáust úti að borða á rómantískum veitingastað og sátu þau þar í góða þrjá tíma. Eins og allmargir vita átti Selena í sambandi við Justin Bieber en The Weeknd var áður með fyrirsætunni Bellu Hadid en þau slitu sambandi sínu í nóvember síðastliðnum.

rs_1024x759-170111093935-1024.Selena-Gomez-Weeknd-J1R-011117

Náðst hafa myndir af þeim saman og eru þau mjög innileg og virðast ekki geta haft hendurnar af hvort öðru.

rs_634x1024-170111093936-634.Selena-Gomez-Weeknd-J2R-011117

 

Eftir að þessar myndir birtust og orðrómurinn um þau skötuhjú fauk í Bellu Hadid og hún “unfriend”-aði hana Selenu á samfélagsmiðlum en það þykir ákveðin yfirlýsing.

 

rs_634x1024-170111093935-634.Selena-Gomez-Weeknd-JR-011117

Eru þau ekki bara krúttlegt par? Okkur hjá hún.is finnst það allavega og óskum þeim bara til hamingju með ástina.

SHARE