Óæskileg hegðun er frekar orsök skilnaða en framhjáhald

Oft er það óbilgjörn hegðun en ekki framhjáhald sem veldur hjónaskilnuðum 

Svo virðist sem það sé ekki jafn algengt að fólk skilji vegna framhjáhalds og áður var.  Satt að segja kom þetta á óvart þegar farið var að skoða orsakir skilnaða en það virðist samt vera blákaldur veruleikinn.

 

Rannsókn var gerð í Bretlandi og fólk sem skildi upp úr 1970 var spurt um ástæðunrar. Um 29% aðspurðra sögðu ástæðuna hafa verið framhjáhald en aðeins 15% þeirra sem voru spurðir hins sama í dag nefndu framhjáhald sem ástæðuna. Hjón nú til dags segja ástæðurnar fyrir skilnaði yfirleitt vera slæma og ónotalega hegðun.

Konur nefndu til dæmis um ósanngjarna og ónotalega hegðun, að maðurinn hafi verið ósáttur við það að þær langaði að hitta vinkonur sínar og gera sér glaðan dag með þeim. Einnig var nefnt að sumir eiginmenn tækju til sín allt sparifé fjölskyldunnar.

Hvernig sem á því stendur virtist hjónaböndum oft hætt þegar krakkarnir voru búnir að vera í sumarfríi. Þá virðist oft koma upp ágreiningur um fjárhaginn og eyðslu og hjón sem takast á um peninga eru í miklu meiri skilnaðarhættu en þau sem ekki gera það.

SHARE