Obama Bandaríkjaforseti sæmdi Meryl Streep heiðursorðu í gær

Hátíðleg athöfn átti sér stað í Hvíta Húsinu í Bandaríkjunum í gær þar sem samtals 18 heiðursorður, kallaðar „Medal of freedom“ eða „Frelsisorðan“ voru veittar. Viðburðurinn á sér stað árlega og var varpað í beinni útsendingu í fjölmiðlum í gær.

Orðan minnir margt á íslensku Fálkaorðuna sem Forseti Íslands veitir á Bessastöðum árlega en þar er fólk sem hefur skarað fram úr með einhverjum hætti, auðgað menningarlífið og haft jákvæð áhrif á samfélagið heiðrað með þessum hætti.

Screen Shot 2014-11-25 at 10.24.16

Stórleikkonan Meryl Streep var í þetta sinn meðal þeirra sem fengu Frelsisorðuna í Hvíta Húsinu í gær en hún er þrefaldur Óskarsverðlaunahafi og þykir ein afkastamesta leikkona samtímans. Meðal kvikmynda sem Meryl Streep hefur farið með stórleik í má nefna „The Iron Lady“ sem hún hlaut Óskarsverðlaun fyrir. Þá hefur hún einnig brugðið á leik og tekið þátt í léttum gamanmyndum eins og söngleikjamyndinni Mamma Mia! sem gerð var upp úr ABBA lögum.

Forseti Obama gantaðist í ræðu sinni með aðdáun sína á Meryl Streep.

“Eiginmaður hennar veit að ég elska hana. Michelle veit að ég elska hana. Það er einfaldlega ekkert sem þau geta gert í því,“ sagði Obama í léttum dúr.

https://www.youtube.com/watch?v=ABw-JPcR9wk&ps=docs&ps=docs&ps=docs&ps=docs&ps=docs&ps=docs&ps=docs&ps=docs&ps=docs

rs_634x1024-141124160044-634-meryl-streep-barack-obama-presidential-medal-freedom2.jw.112414

Screen Shot 2014-11-25 at 10.23.47

Heimild: JustJared

SHARE