Óbeinar reykingar á rafsígarettum – Hver eru áhrifin?

Það er því miður ekki almennilega vitað hver langtímaáhrifin eru af því að reykja rafrettur eða „veipa“ eins og það er oftast kallað, því þetta er það nýtt af nálinni enn í dag.

Í september 2019 hófu alríkisheilbrigðisyfirvöld í Ameríku að rannsaka alvarleg og fjölgandi tilfelli lungnasjúkdóms í tengslum við rafsígarettur og er stanslaust verið að halda þeirri rannsókn í gangi.

Hver kannast ekki við að vera á röltinu og finna svo allt í einu þunga lykt af jarðarberjum eða vanillu sem kemur úr „veipi“ einhvers í nánast umhverfi. Þetta er væntanlega saklaust, sérstaklega af því þú ert ekki að reykja þetta. En það er ekki alveg svo einfalt. Jú það er kannski saklaust ef þú gengur í gegnum eitt svona ský annað slagið en ef þú ert oft í kringum reykingar á þessu er það alls ekki svo saklaust, þó það lykti eins og nammi.

Hversu skaðlegt er það?

Það er ekki ljóst hversu skaðlegar óbeinar rafrettureykingar eru, því það er enn ekki vitað hversu skaðlegar reykingarnar sjálfar eru en það eru þó nokkrir hlutir sem eru vitaðir.

Vökvinn sem fer í rafrettuna inniheldur:

 • Nikótín
 • Örfínar agnir
 • Önnur eiturefni sem sum eru krabbameinsvaldandi

Það hefur verið sannað að fólk sem verður fyrir óbeinum reykingum og fólk sem verður fyrir óbeinum rafrettureykingum, kemst í snertingu við svipað magn af nikótíni. Auk nikótínsins kemst fólk, sem verður fyrir óbeinum rafrettureykingum, í tæri við þessar örfínu agnir sem geta aukið líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum. Vökvinn sem fer í rafretturnar inniheldur líka nokkur þekkt krabbameinsvaldandi efni sem eru til dæmis:

 • Blý
 • Formaldehýð
 • Tólúen


Hver er í mestri hættu?

Óbeinar rafrettureykingar hafa áhrif á alla sem í kringum þær en sumir eru viðkvæmari en aðrir, að heilsufarslegum ástæðum.

Ungbörn og börn

Gufurnar úr rafrettunum er sérstaklega hættuleg fyrir ungbörn og börn því þau eru svo lítil og öndunarfæri þeirra eru enn að þroskast. Samkvæmt rannsókn frá árinu 2017 getur meira að segja lítið magn af þessum efnum getur haft áhrif á þroska heila og lungna.

Óléttar konur

Við höfum lengi vitað að reykingar á meðgöngu eru ekki góðar fyrir barnið og það sama á við um reykingar á rafrettum. Í ofangreindri rannsókn frá 2017 kom í ljós að nikótín getur valdið eftirfarandi:

 • Fæðingu fyrir tímann
 • Lægri fæðingarþyngd
 • Andvana fæðingu
 • Vanþroska í lungum og heila barnsins
 • Vöggudauða

Fólk með lungnasjúkdóma

Í sumum bragðefnum í rafrettuvökvum, er efnið díasetýl sem getur skert virkni bifhára í öndunarvegi. Þessi bifhár hjálpa til við að halda öndunarveginum lausum við slím og óhreinindi svo þú getir andað. Skert starfsemi þessarra bifhára hefur verið tengd við langvarandi lungnasjúkdóma eins og astma og langvinna lungnateppu.

Fyrir einhvern sem þegar er með lungnasjúkdóm geta óbeinar rafrettureykingar aukið einkennin og valdið astmaköstum.

Heimildir: Healthline

SHARE