Ódýr aðferð til að drepa höfuðlús

Lúsasjampó er ekki mjög ódýrt í flestum tilfellum svo þá er gott að kunna önnur mun ódýrari ráð. Það sem hægt er að gera er að setja matarolíu í hárið og sofa með hana yfir nótt í hárinu. Svo þarf að þvo olíuna úr, kemba, þvo og kemba aftur.

Lesandi okkar benti okkur á þetta ráð en henni var sagt frá þessu úti í Danmörku. Lúsin drukknar í olíunni og hún á erfitt með að hreyfa sig í henni.

Það er svo best að sofa með sturtuhettu eða poka á höfðinu svo allt verði ekki útatað í olíu. Nauðsynlegt er að kemba næstu daga og fylgjast vel með því líftími nitarinnar eru um 10-14 dagar.

SHARE