Of feit til að hlaupa?

Julie Creffield segir frá því þegar hana langaði til að hlaupa maraþon og þau viðbrögð sem hún fékk.

“Segðu mér hvað þú ert þung?” var ég spurð og ég vissi alveg hvert hann var að fara með þessa spurningu. “Vandamálið er að þú ert bara í svo lélegu formi og getur ekki hlaupið maraþon” hélt hann áfram.

 

Ef það að ranghvolfa í sér augunum væri rétt leið til að sýna hvað mér fannst um það sem hann var að segja þá hefði ég gert það en ég svaraði: “ertu að segja að ég sé OF FEIT?” hans viðbrögð voru þessi, hann brosti og hallaði sér aftur í stólnum.

 

Málið er að ég nota föt númer 18 og ég er hlaupari. Ég hef hlaupið síðastliðin 10 ár, allt frá 5km skemmtiskokki til heils maraþons. Ég hleyp afþví ég elska tilfinninguna við það að hlaupa. Ég elska hlaupahópinn minn og hef eignast helling af góðum vinum, en ég viðurkenni einnig að ég hleyp líka til þess að halda þyngd minni niðri og til að vera heilbrigðari og hamingjusamari.

 

Ég er í flokknum ofþyngd eða það er það sem að læknirinn minn segir. Auðvitað hef ég áhyggjur af þyngd minni, eins og flestar konur í dag. Fjölmiðlar endalaust að ota að þeim hvernig hinn “fullkonmi” kvennmannslíkami á að vera. Ég er á þeim stað í lífinu að ég er flokkuð sem “verðlaus” afþví ég er of þung!

 

Það tognaði vöðvi í bakinu á mér þegar ég var að beygja mig niður til að taka dóttir mina í fangið og var þetta 3.vikum fyrir maraþonið. Ég fór til læknis og sú ferð gerði mig virkilega reiða. Hann leit á mig og dæmdi. Ég er ekki læknir en ég veit að hann þarf að skoða mig til að vita hvað er að hrjá mig. En hann sá bara að ég er of þung. Ég sagði honum að ég væri hlaupari og að ég hlaupi reglulega og ég þurfti að sannfæra hann um að ég væri að segja satt, en hann augljóslega trúði mér ekki.

 

Þegar læknar eru farnir að greina mann með því einu að líta á útlitið, sem sagt á mig sem feita konu og byrja að segja að ég eigi að stunda sund og gönguferðir til að létta mig, þá verð ég reið. Því ég veit að ég get gert svo miklu meira.

 

Ég hljóp ekki þetta maraþon þremur vikum seinna en það var ekki útaf því sem læknirinn sagði, ég einfaldlega varð að passa á mér bakið. En þessi ferð til læknisins mun sitja í mér lengi.

 

Hreyfing, hvernig sem hún er lætur manni líða vel og þegar þér líður vel þá borðar þú hollari mat (og jafnvel minni skammta en vanalega), þá ferð þú að léttast og móta líkamann og þá líður þér enn betur og heldur áfram af krafti að hreyfa þig.

 

Andstæðan er hins vegar þessi, þú ert löt og borðar til að láta þér líða vel, verður þunglynd og full af vonleysi. Ég veit þetta því þetta var ég áður fyrr. En sem kona í yfirvigt þá finnst mér oft leiðin fram á við vera afar löng og erfið.

 

Þessi læknir sem reyndi að draga úr mér með því að segja “þú ert of feit til að hlaupa” gerði það að verkum að ég er enn ákveðnari að halda áfram að hlaupa og koma mér þannig í það form sem ég stefni á. Ég læt ekki svona niðrandi orð draga úr mér.

 

Þannig að núna spyr ég þig: Ert þú of feit til að hlaupa?

Heimild: huffingtonpost.co.uk

 

Fleiri frábærar greinar má finna á heilsutorg.com 

heilsutorg

SHARE