Ofnbakaðar svínalundir

Þegar þú vilt gera vel við þig eða bíður fólki í mat er þessi réttur tær snilld.

Uppskrift:

2 svínalundir

1 box sveppir

2 tómatar

Svínalundir skornar niður í bita og steiktar á pönnu ( ekki gegnum steikja) settar svo í eldfast mót.

Sveppir steiktir og tómatar skornir niður í sneiðar, sveppum og tómötum raðað yfir lundirnar.

Sósa:

1 piparostur

1 peli rjómi

1 nautakraftsteningur

rifin ostur

Brætt saman við vægan hita hellt svo yfir lundirnar í eldfasata mótinu.

Bakað við 200 gráður í 20 mínútur.

Geggjað að hafa bakaðar kartöflur og ferskt salat með þessu.

 

Þessi snilldar uppskrift er úr bókinni Rögguréttir

 

SHARE