Ofnbakaður lax – Uppskrift

Trönuberja og Möndlu skorpa
Lax, c.a. 800gr fyrir 4-5

1 bolli brauð rasp
1/2 bolli þurkuð trönuber
1/2 bolli möndlur
1/4 bolli steinselja
2 matskeiðar timian/blóðberg
2 matskeiðar smjör
2 teskeiðar sítrónu börkur
Salt og malaður svartur pipar
Hita ofnin í 200°

Setja Laxinn með roðið niður í stórt eldfast mót.

Blanda saman raspinu, trönuberjunum, mylja möndlurnar og bæta í blönduna, rífa niður steinseljuna í blönduna, blóðbergið og sítrónu börkin
Blanda þessu vel saman og bræða svo smjörið og hella í blönduna, gott er einnig að bleyta soldið uppí blönduni með sítrónu safa.
Svo salta og pipra eftir smekk.

Taka blönduna og setja yfir laxin og þjappa soldið á flakið/flökin

Setja svo í ofnin í 15 til 20 min, eða þangað til að blandan er orðin gullin og laxinn eldaður í gegn

Mynd fengin af www.læknirinnieldhusinu.com

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here